FLÓASKÓLI

HUGUR-HJARTA-HÖND

Lógó Flóaskóla.JPG

Fréttir

Nemendur í 4.-6. bekk hafa verið að vinna með fuglaþema núna á vordögum. Þau hafa m.a. lært um lifnaðarhætti fugla, hvað er að vera staðfugl og farfugl og hvaða fugla má finna við Flóaskóla og Villingaholtsvatn. Skólinn eignaðist nýverið sjónauka en þá nýttum við í fuglaskoðun þar sem fylgst var með atferli fugla. Nemendur skráðu hjá sér athafnir og þær fuglategundir sem þau sáu.

10.bekkur Flóaskóla ætlar að vera á ferðinni um sveitina nú í maí að safna einnota dósum og flöskum til fjáröflunar fyrir útskriftarferð. Vonandi fá þau góðar viðtökur þegar þau birtast.
 

Kiwanishreyfingin hefur í samstarfi við Eimskip gefið 7 ára börnum á Íslandi hlífðarhjálma síðan 2004, en markmið verkefnisins er að auka öryggi barna í umferðinni.  Í dag komu fulltrúar úr hreyfingunni við í Flóaskóla og færðu nemendum 1. bekkjar hjálma. Við þökkum kærlega fyrir.

Á dögunum fór af stað lestrarverkefnið Tími til að lesa, en þar er verið að hvetja börn og fullorðna til lesturs. Verkefnið er samstarfsverkefni Menntamálastofnunar og mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Eins og við vitum er lestur mikilvægur þáttur í námi barnanna okkar og því hvetjum við alla að skrá sig til leiks og taka þátt.
Frekari upplýsingar má m.a. finna á facebooksíðu verkefnisins (https://www.facebook.com/timitiladlesa) og á heimasíðunni https://timitiladlesa.is/

TTAL-Merki-sRGB.png

      Flóaskóli, Villingaholt. 803 Selfoss

 Sími: 486-3460 

 Netfang: floaskoli@floaskoli.is