top of page
Veikindi/forföll
Ef nemandi er veikur er það á ábyrgð foreldra að skrá það inní Mentor eða koma skilaboðum til skólans, öll veikindi ber að tilkynna daglega.
Séu leyfi og veikindi ekki tilkynnt er litið svo á að um óheimilar fjarvistir sé að ræða.
Ef foreldrar óska eftir leyfi fyrir börn sín í 1 -2 daga geta þeir tilkynnt það til umsjónarkennara í tölvupósti. Ef óskað er eftir leyfi í fleiri en 2 daga þarf að sækja um það formlega hjá skólastjóra. Hægt er að nálgast leyfisbeiðni á heimasíðu eða hjá ritara Flóaskóla. Foreldrar bera ábyrgð á námi barna sinna í umbeðnum leyfum og verða að ráðfæra sig við umsjónarkennara varðandi sérstök verkefni eða heimavinnu.
Samkvæmt skólareglum Flóaskóla geta nemendur fengið að vera inni í einn dag eftir veikindi. Foreldrar bera ábyrgð á því að hafa samband við skólann varðandi upplýsingar þess efnis með tölvupósti eða hringja í skólann.
Símsvörun á skrifstofu Flóaskóla er alla daga frá kl. 7:45-14:00.
sími: 486-3460
netfang: floaskoli@floaskoli.is
bottom of page