top of page

Nemendur

Skólastarfið á að snúast um að koma nemendum til aukins þroska í öruggu og hvetjandi umhverfi.  Nemendur eiga að geta nýtt skólaumhverfið til að afla sér þekkingar og færni.  Öllum nemendum á að líða vel í skólanum og þeir eiga að hafa tækifæri til að auka samstarfshæfni sína og víðsýni.  Þannig geta þeir á farsælan hátt tekist á við lífið í síbreytilegu samfélagi nútímans og lagt sitt af mörkum til að bæta það. 

Nemendafélag

Í Flóaskóla er starfrækt nemendafélag sem vinnur m.a. að félags- hagsmuna og velferðarmálum nemenda. Stjórn félagsins er skipuð sex fulltrúum nemenda í 8. – 10. bekk, tveimur úr hverjum árgangi. Kosning í stjórn fer fram undir stjórn umsjónarkennara í hverjum árgangi. Hlutverk stjórnar er að skipuleggja og halda uppi félagsstarfi í skólanum, efla félagslegan áhuga nemenda, standa vörð um hagsmuni og velferð nemenda og vinna með stjórnendum að bættum aðbúnaði nemenda. Fundir stjórnar nemendafélagsins skulu haldnir að jafnaði einu sinni í mánuði á starfstíma skóla.

Umsjónarmaður nemendafélags er Elmar Viðarsson.

Tveir fulltrúar úr stjórn skulu vera fulltrúar nemenda í skólaráði.

Stjórn nemendafélagsins skólaárið 2022 – 2023:
10. bekk Kamilla Hafdís Ketel
10. bekk Kári Þór Steindórsson
 9. bekk Ásrún Júlía Hansdóttir
 9. bekk Benóný Ágústsson
 8. bekk Hugrún Svala Guðjónsdóttir
 8. bekk Magnús Ögri Steindórsson

Óskilamunir

Óskilamunir eru geymdir í anddyri skólans.

Þá daga sem foreldraviðtöl eru í skólanum er óskilamunum raðað á áberandi stað þar sem hægt er að nálgast þá.

Í lok hvers skólaárs er óskilamunum komið til hjálparstofnana

bottom of page