Nemendur
Skólastarfið á að snúast um að koma nemendum til aukins þroska í öruggu og hvetjandi umhverfi. Nemendur eiga að geta nýtt skólaumhverfið til að afla sér þekkingar og færni. Öllum nemendum á að líða vel í skólanum og þeir eiga að hafa tækifæri til að auka samstarfshæfni sína og víðsýni. Þannig geta þeir á farsælan hátt tekist á við lífið í síbreytilegu samfélagi nútímans og lagt sitt af mörkum til að bæta það.


Nemendafélag
Í Flóaskóla er starfrækt nemendafélag sem vinnur m.a. að félags- hagsmuna og velferðarmálum nemenda. Stjórn félagsins er skipuð sex fulltrúum nemenda í 8. – 10. bekk, tveimur úr hverjum árgangi. Kosning í stjórn fer fram undir stjórn umsjónarkennara í hverjum árgangi. Hlutverk stjórnar er að skipuleggja og halda uppi félagsstarfi í skólanum, efla félagslegan áhuga nemenda, standa vörð um hagsmuni og velferð nemenda og vinna með stjórnendum að bættum aðbúnaði nemenda. Fundir stjórnar nemendafélagsins skulu haldnir að jafnaði einu sinni í mánuði á starfstíma skóla.
Umsjónarmaður nemendafélags er Elmar Viðarsson.
Tveir fulltrúar úr stjórn skulu vera fulltrúar nemenda í skólaráði.
Stjórn nemendafélagsins skólaárið 2022 – 2023:
10. bekk
10. bekk
9. bekk
9. bekk
8. bekk
8. bekk
Félagsmiðstöðin ZONE
Félagsmiðstöðin Zone er staðsett í félagsheimilinu Þjórsárveri en hún er í boði fyrir nemendur 7. - 10. bekkjar. Félagsmiðstöð er opin tvö kvöld í mánuði, auk þess sækja nemendur aðra viðburði sem skipulagðir eru í samstarfi félagsmiðstöðva á Suðurlandi eða á landsvísu, þeir viðburðir eru auglýstir innan skólans og með tölvupósti til foreldra. Þetta á einnig við um aðra viðburði á vegum félagsmiðstöðvarinnar.
Umsjónarmaður félagsmiðstöðvar er
Örvar Rafn Hlíðdal (orvar@floaskoli.is)


Óskilamunir
Óskilamunir eru geymdir í anddyri skólans.
Þá daga sem foreldraviðtöl eru í skólanum er óskilamunum raðað á áberandi stað þar sem hægt er að nálgast þá.
Í lok hvers skólaárs er óskilamunum komið til hjálparstofnana