top of page

Foreldrar

Rannsóknir sýna að samskipti foreldra og skóla hafa jákvæð áhrif á skólastarf. Ávinningur samstarfs er meðal annars:

  • betri líðan barna í skólanum

  • aukinn áhugi og bættur námsárangur

  • aukið sjálfstraust nemenda

  • betri ástundun og minna brottfall

  • jákvæðara viðhorf foreldra og nemenda til skólans

  • aukinn samtakamáttur foreldra í uppeldishlutverkinu

 


Upplýsingar fengnar af vef Heimilis og skóla: www.heimiliogskoli.is 

Virkir foreldrar - betri grunnskóli.

Image by Debby Hudson

Foreldrafélag

Allir foreldrar/forráðamenn nemenda við Flóaskóla eru félagar í foreldrafélaginu. Tilgangur félagsins er að styðja skólastarfið, stuðla að velferð nemenda og efla tengsl heimila og skóla. Félagið stendur fyrir reglulegum viðburðum fyrir nemendur og foreldra/forráðamenn og er m.a. með félagsvist, fræðslu og aðra viðburði í samvinnu við stjórnendur. Hefð hefur skapast fyrir því að foreldrafélagið sjái um veitingar við skólaslit.

Foreldrafélög eru nú lögbundin skv. 9.gr. laga nr. 91/2008 ,,Við grunnskóla skal starfa foreldrafélag. Skólastjóri er ábyrgur fyrir stofnun þess og sér til þess að félagið fái aðstoð eftir þörfum. Hlutverk foreldrafélags er að styðja skólastarfið, stuðla að velferð nemenda og efla tengsl heimila og skóla. Foreldrafélag hvers skóla setur sér starfsreglur, m.a. með kosningu í stjórn félagsins og kosningu fulltrúa í skólaráð."

 

Lög foreldrafélags Flóaskóla má sjá HÉR

Nánari upplýsingar um starfsemi foreldrafélaga er að finna á www.heimiliogskoli.is. Þar er t.d. útgáfa samtakanna kynnt og viðmiðunarreglur varðandi kosningu í skólaráð. Einnig er hagnýtar upplýsingar að finna á www.nymenntastefna.is. 

Stjórn foreldrafélags Flóaskóla​

Elísabet Ýr Nordahl, formaður.                           Axel Páll Einarsson, varamaður.
Ósk Unnarsdóttir, ritari.                                        Katrín Ástráðsdóttir, varamaður.

Anný Ingimarsdóttir, gjaldkeri.

Bekkjartenglar

Hlutverk bekkjartengla er að stuðla að auknu samstarfi foreldra, kennara og nemenda innan hvers bekkjar.

Í hverjum bekk er miðað við að séu tveir bekkjartenglar úr röðum foreldra. Miðað er við að bekkjartenglar skipuleggi samveru af einhverju tagi tvisvar sinnum yfir veturinn, t.d. bíóferðir, bekkjarkvöld með foreldrum, spilakvöld, leikhúsferðir svo eitthvað sé nefnt. Umsjónarkennarar gera tillögu að skipa bekkjartengla á hverju hausti í samráði við foreldrahópinn. Ef viðkomandi foreldrar sjá sér ekki fært um að sinna hlutverki bekkjartengils er það á þeirra ábyrgð að hafa samband við aðra foreldra og biðja þá um að taka hlutverkið að sér í þeirra stað. Bekkjartenglar hafa samráð við umsjónarkennara um samveru bekkjar og geta fengið afnot af húsnæði skólans.

Á heimasíðu HEIMILI OG SKÓLA- landssamtaka foreldra www.heimiliogskoli.is er að finna ýmsar upplýsingar um foreldrasamstarf og um samstarf heimila og skóla. Einnig er veitt ráðgjöf á skrifstofu samtakanna.

Bekkjatenglar Flóaskóla

1.   bekkur: 
2.   bekkur: 
3.   bekkur: 

4.   bekkur: 

5.   bekkur:

6.   bekkur:

7.   bekkur:

8.   bekkur:

9.   bekkur:

10. bekkur:

IMG_8928_edited.jpg
bottom of page