top of page
thumbnail_E542975F-1EE8-4123-ABE3-F5FD41B5D35D.jpg

Um skólann

Flóaskóli tók til starfa haustið 2004 við sameiningu þriggja grunnskóla í þremur sveitarfélögum: Gaulverjaskóla í Gaulverjabæjarhreppi, Villingaholtsskóla í Villingaholtshreppi og Þingborgarskóla í Hraungerðishreppi. Flóaskóli er rekinn af sveitarfélaginu Flóahreppi í Árnessýslu og þjónar íbúum hans. Í byrjun var skólinn ætlaður nemendum í 1.-7. bekk en haustið 2009 hófu nemendur í 8. bekk nám við skólann og vorið 2012 var fyrsti 10. bekkurinn útskrifaður frá skólanum.

 

Almenn markmið fyrir starfið í Flóaskóla voru mótuð vorið 2004 af undirbúningsnefnd um stofnun skólans og í nánu samstarfi við fólkið í samfélaginu.  Þessi markmið eru að miklu leyti enn í gildi en samkvæmt þeim eru væntingar að loknu námi í Flóaskóla:​

floaskoli_edited_edited.jpg

Almenn  markmið

Í Flóaskóla er lögð áhersla á að skapa nemendum öruggt og hvetjandi námsumhverfi þar sem nemendum líður vel og þeir hafa tækifæri til að efla samstarfshæfni sína og víðsýni. Allir nemendur eiga að geta nýtt skólaumhverfið til að afla sér þekkingar og færni til að geta á farsælan hátt tekist á við lífið í síbreytilegu samfélagi nútímans og lagt sitt af mörkum til að bæta það. Skólinn þarf einnig, sem hjarta samfélagsins, að þjóna íbúum þess með því að leggja sitt af mörkum í alls kyns viðburðum tengdum listum, íþróttum og menningu. Skólinn þarf að eiga gott samstarf við íbúana og ýta undir framþróun í samfélaginu.

  1. Að barnið sé tilbúið til að mæta því vali sem það stendur frammi fyrir og komi vel undirbúið í nýjan skóla.

  2. Að barnið þekki getu sína, bóklega, verklega og félagslega og geti unnið sjálfstætt og af samviskusemi til árangurs.

  3. Að barnið hafi þekkingu á því sem nálægt er svo og á alþjóðasamfélaginu og kunni að leita sér þekkingar.

  4. Að barnið þori að tjá sig og standa á sínu.

  5. Að barnið sé jákvætt, hafi ábyrgðartilfinningu og beri virðingu fyrir náunganum og umhverfinu.

Aðstaða Flóaskóla

Flóaskóli er staðsettur í Villingaholti í Flóahreppi og fer öll almenn bókleg kennsla fram þar. 
Tónlistarskóli Árnesinga hefur einnig aðstöðu í skólanum sem skapar þeim nemendum sem eru í tónlistarnámi aðstöðu til að tvinna tónlistarnám saman við skóladaginn

kyndlaganga Flóaskóla 2021 (4 of 17) (1).jpg

Þjórsárver

Mötuneyti skólans er staðsett í félagsheimilinu Þjórsárveri sem stendur við hlið skólans. Félagsmiðstöðin ZONE er einnig staðsett í Þjórsárveri

Frístundaheimili

Í Flóaskóla er boðið upp á frístund fyrir nemendur í 1.-4. bekk. Frístundarheimilið er til húsa í Skólatröð en þar gefst foreldrum tækifæri til að lengja viðveru barna sinna eftir að kennslu lýkur. Frístund er opin mánudaga- fimmtudaga  kl. 14:00-16:30 og föstudaga frá kl. 14:00- 16:00.

Lokað er í vetrar-, jóla- og páskafríi.

Sími: 789-8400

Starfsmenn Frístundar

Auðbjörg Sigurðardóttir

Kolbrún Júlíusdóttir

Sundl_Laugaland-49.jpg

Sundkennsla

Sundkennsla fyrir 1.-2. bekk fer fram í sundlauginni í Laugalandi í Holtum

Sundkennsla fyrir 3.-10. bekk fer fram í sundlauginni á Hellu

20160515_1143268.jpg

Þingborg

Kennsla í íþróttum fer fram í félagsheimilinu Þingborg

Þingborg.jpg
bottom of page