top of page
312626921_890889338544835_2634378593009000285_n.jpg

Skólanámskrá

Sérhver skóli semur skólanámskrá. Í skólanámskrá gerir skóli grein fyrir því hvernig hann nýtir það svigrúm til ákvarðanna og athafna sem lög, reglugerðir, aðalnámskrá og skólastefna viðkomandi sveitafélags veita.


Skólanámskrá er nánari útfærsla á ákvæðum aðalnámskrár og í henni gefst kostur á að aðlaga opinber fyrirmæli að sérstöðu hvers skóla og staðbundnum aðstæðum og gera grein fyrir hvernig þær aðstæður eru nýttar til að efla nám og kennslu.


Í skólanámskrá er gerð grein fyrir þeim gildum sem starf skólans byggist á. Þar eru útfærð þau almennu viðmið sem sett eru í aðalnámskrá.

Læsisstefna

20221116_152826(0).jpg

List og verkgreinar/ VAL

Kennslustundir í list og verkgreinum hjá 1. – 6. bekk eru 6 kennslustundir á viku en auk þess fá nemendur kennslu í dansi og taka þátt í sýningum s.s. árshátíð og jólahelgileik.

Nemendur í 7. – 10. bekk eru tvær kennslustundir á viku í bundnu vali í list og verkgreinum (myndmennt, textíl, heimilisfræði, hönnun og smíði) og er þeim raðað í námshópa þvert á árganga. Skólaárinu er skipt upp í 4 jafnar lotur, og taka nemendur eina lotu í hverri grein. Auk þess eru fimm kennslustundir í frjálsu vali á viku þar sem þeim gefst kostur á að velja viðfangsefni eftir áhugasviði. Skólaárinu er þá skipt upp í 3 lotur, hver lota er um 12 vikur. Framboð á vali tekur mið af áhuga nemenda og kunnáttu og hæfni starfsmanna Flóaskóla hverju sinni. Einnig getur verið 

um það að ræða að utanaðkomandi aðili komi tímabundið að kennslu í vali.

Samkvæmt ákvæðum aðalnámskrár hafa nemendur möguleika á að taka starfskynningu eða fá metnar íþróttaæfingar, tónlistarnám eða aðrar reglubundnar tómstundir sem þeir sinna utan skóla. Foreldrar þurfa að óska sérstaklega eftir því.

vinaband 27.11.2017 nr_edited.jpg
bottom of page