top of page

Náms og starfsráðgjöf

Helstu viðfangsefni náms- og starfsráðgjafa eru:

• Náms- og starfsfræðsla.

• Skipulag starfskynninga og skólaheimsókna.

• Aðstoð við náms- og starfsval.

• Veita ráðgjöf um námstækni og skipulögð vinnubrögð.

• Persónuleg ráðgjöf og stuðningur.

• Standa vörð um velferð og hagsmuni allra nemenda.

Við grunnskólana í uppsveitum Árnessýslu og Flóahreppi starfar náms- og starfsráðgjafi í fullu starfi sem deilist hlutfallslega niður á skólana eftir nemendafjölda. Starfshlutfall hans er 25% í Flóaskóla og er hann með fasta viðveru einn dag í viku þar sem hann sinnir málefnum nemenda. Flóaskóli er skilgreind starfsstöð náms- og starfsráðgjafa og er hann því að jafnaði staðsettur í Flóaskóla á föstudögum.​

Náms- og starfráðgjafi aðstoðar nemendur við að efla þekkingu þeirra á sjálfum sér, viðhorfum sínum, áhuga og hæfileikum þannig að þeir fái betur notið sín í námi og starfi. Auk þess að aðstoða nemendur við ígrundað val á námi og/eða starfi að loknu grunnskólanámi.

Náms- og starfsráðgjafi Flóaskóla er Guðný María Sigurbjörnsdóttir.

Flóamót.jpg

Lausnateymi

Við Flóaskóla starfar hópur fagaðila með breiða faglega þekkingu á þörfum og úrræðum fyrir nemendur með erfiðleika sem áhrif hafa á líðan og framgang í námi. Hlutverk lausnateymis er að fjalla um erindi sem koma inn á borð teymisins frá kennurum og öðrum starfsmönnum skólans, greina þau og finna viðeigandi úrræði innan skólans.

 

Ef ekki finnst lausn er erindi lagt fyrir nemendaverndarráð og óskað eftir aðkomu utanaðkomandi sérfræðinga. Lausnateymi fundar tvisvar í mánuði og er skipað aðstoðarskólastjóra, verkefnastjóra og fagaðilum stoðþjónustu.

 

Með þessu verklagi er markvissar unnið að lausn mála innan skólans auk þess sem mál sem fara til umfjöllunar í nemendaverndarráði eru betur undirbúin og búið er að greina þörf fyrir aukna þjónustu utanaðkomandi aðila.

Teacher Helping Student

Skóla og velferðarþjónusta

Markmið skólaþjónustu Árnesþings 

  • Styrkja og styðja faglega við starf skólanna þannig að innan þeirra sé hægt að leysa flest þau verkefni sem upp koma með öflugri ráðgjöf og fræðslu til kennara og starfsfólks.

  • Styðja við og efla samvinnu leik- grunn- og framhaldsskóla í Árnesþingi og stuðla að samvinnu skóla og fagfólks á svæðinu.

  • Styrkja nemendur, foreldra og starfsfólk skólanna. Stuðla að bættri líðan nemenda og efla þá í námi og starfi með hugmyndafræði snemmtækrar íhlutunar.

  • Stuðla að framþróun í skólastarfi og kynna nýjungar með tilliti til sérstöðu hvers skóla.

bottom of page