Uppeldi til ábyrgðar
Uppbygging sjálfsaga
Í Flóaskóla er uppeldistefnan Uppeldi til ábyrgðar lögð til grundvallar í skólastarfinu.
Hvað er uppeldi til ábyrgðar (e. Restitution)?
Uppeldi til ábyrgðar er hugmyndafræði, aðferð og leið til að ýta undir:
-
jákvæð samskipti
-
sjálfstjórn og sjálfsaga
-
ábyrgð á eigin orðum og gerðum
-
að læra af mistökum í samskiptum
-
að þekkja styrkleika sína
Flóaskóli hóf innileiðingu á Uppeldi til ábyrgðar vorið 2014. Áður hafði allt starfsfólk skólans setið námskeiðin Restitution I og II. Í lok skólaársins 2014 - 2015 var Sigrún Helgadóttir gerð að verkefnastjóra yfir innleiðingu stefnunnar í skólanum í eitt ár. Skólaárið 2016 - 2017 er starfrækt uppbyggingarteymi sem heldur utan um áframhaldandi innleiðingu.
Sjá nánar um hugmyndir uppeldis til ábyrgðar á heimasíðu
Stefnan
Stefnan felur í sér að efla ábyrgðarkennd og sjálfstjórn nemenda, auk þess að þjálfa þau í að ræða um tilfinningar sínar og átta sig á þörfum sínum. Nemendum eru kenndar aðferðir við sjálfstjórn og sjálfsaga sem og hvernig maður lærir af mistökum sínum. Hugmyndafræði Uppeldi til ábyrgðar byggir á því að einstaklingurinn geti tekið sjálfstæðar, siðferðilegar ákvarðarnir varðandi eigin hegðun út frá þeim lífsgildum sem hann hefur. Þegar hann er laus undan skömm, hótunum, sektarkennd eða loforðum um umbun. Þá styðja vinnuaðferðirnar starfsfólk í skólum til að mynda sér skýra stefnu í samskiptum og meðferð á agamálum. Hugmyndafræðin hefur því áhrif á marga þætti skólastarfsins svo sem kennsluhætti, stjórnunarhætti, áherslur í lífsleiknikennslu og ekki síst á meðferð agamála.
Verkfærakista
Vantar texta...