top of page
White Minibuses

Börnum í Flóaskóla er ekið til og frá skóla með skólabílum. Á hverju hausti fá nemendur og foreldrar skipulag afhent um skólaakstur fyrir veturinn. Skipulag skólaaksturs getur verið breytilegt milli ára.

Nemendum er kynnt sú almenna regla að í skólabílum gilda sömu umgengnis- og samskiptareglur og í skólanum.  Foreldrar eru kallaðir til ábyrgðar ef börn þeirra virða ekki settar reglur.

Nemendur skulu ávallt vera tilbúnir þegar skólabíll sækir þá að morgni þannig að ekki hljótist af bið.  Skólabílstjórar þurfa að halda tímamörk og leyfist ekki að bíða eftir nemendum við heimili þeirra þannig að seinkun, sem hefur áhrif á skólabyrjun, verði á leiðum bílanna.  Séu nemendur ekki tilbúnir að morgni verða forsjáraðilar þeirra að sjá um að aka þeim í skólann.

  • Ef nemandi er veikur eða hann er í leyfi frá skóla er það á ábyrgð foreldra að láta skólabílstjóra vita að barn þeirra komi ekki með skólabíl að morgni.

  • Einnig er það á ábyrgð foreldra að hafa samband við skólabílstjóra, bæði til að láta vita að barn komi ekki með bílnum heim og til að kanna möguleika á að fara heim með öðrum bíl, ætli barn heim með skólafélaga að skóla loknum.

Bílstjórar

Brynjar  Stefánsson          s: 895-8438
Guðmundur Sigurðsson  s: 892-3759
​Sigurður Ingi Sigurðsson s: 862-0047
​Sigurður Emilsson            s: 893-4254
​Sigurður Ólafsson             s: 894-1027

Skólaakstur

bottom of page