
Fréttir
Flóaskóli er sigurvegari í Skólahreysti 2022!
Til hamingju með glæsilegan árangur!

19.05.22
Það er komið að úrslitum í Skólahreysti, en þau fara fram nk. laugardag í Mýrinni í Garðabæ kl. 19:45. Sýnt verður beint frá úrslitunum á RÚV, en þeir sem hafa áhuga eru hvattir til að mæta í rauðu í Mýrina og hvetja okkar krakka áfram.
Áfram Flóaskóli!!

16.05.22
Í síðustu viku bauð List fyrir alla nemendum í 1. - 2 . bekk uppá sýninguna Manndýr. Sýningin er þáttökusýning um hlutverk mannsins út frá sjónarhorni barna. Í sýningunni er samband barna og fullorðinna skoðað og spurningunni um hlutverk þeirra á jörðinni velt upp. Sýningin er á mörkum þess að vera leikverk, innsetning og listasmiðja. Í Manndýr er gestum boðið inn í heim þar sem hægt er að upplifa með eyrum, augum og höndum, sjálf eða í samvinnu. Sýningin vakti mikla lukku og skemmtu nemendur sér vel.
06.05.22
Árshátíð yngra stigs fór fram í gær, en þar sýndu nemendur í 1.- 6. bekk Kardemommubæinn eftir Thorbjorn Egner. Um 70 nemendur tóku þátt í sýningunni og gekk hún ljómandi vel.
Við viljum þakka gestum kærlega fyrir komuna. Hér eru nokkrar myndir frá sýningunni.
03.05.22

Flóaskóli auglýsir eftir kennurum til starfa skólaárið 2022 – 2023. Nánari upplýsingar hér.
28.04.22

Stóra upplestrarkeppni 7. bekkjar í Flóaskóla, Flúðaskóla og Þjórsárskóla fór fram í Þjórsárveri 26. apríl sl. 3 fulltrúar úr hverjum skóla komu fram og lásu texta og tvö ljóð. Öll stóðu sig með stakri prýði en úrslitin voru þau að í fyrsta sæti var Katrín Katla Guðmannsdóttir úr Flúðaskóla, í öðru sæti var Karólína Þórbergsdóttir úr Flóaskóla og í þriðja sæti var Valgeir Örn Ágústsson úr Þjórsárskóla. Vel gert krakkar!
28.04.22

Enn eitt árið slær Flóaskóli í gegn í Skólahreysti, en þessir flottu krakkar sigruðu sinn riðil í undankeppninni og eru þar með komin í úrslit!
Til hamingju krakkar og Örvar með glæsilegan árangur!
26.04.22
Undirbúningur fyrir fyrir árshátíð yngra stigs er í fullum gangi. Árshátíðin verður haldin fimmtudaginn 5. maí n.k. kl. 09:30 í Þjórsárveri, en þar munu nemendur í 1.- 6. bekk sýna leikritið Kardemommubæinn eftir Thorbjorn Egner. Foreldrar/forráðamenn og aðrir aðstandendur nemenda eru velkomnir á árshátíðina.

25.04.22
Stóra upplestrarkeppni 7. bekkjar í Flóaskóla fór fram þann 7. apríl síðastliðinn í Þjórsárveri. Nemendur lásu texta og ljóð, spilað var á hljóðfæri og bornar voru fram veitingar á eftir. Foreldrar voru boðnir velkomnir og einnig nemendur 5. og 6. bekkjar. Þrír nemendur voru valdir til að taka þátt í lokakeppni, en þar munu nemendur frá Flóaskóla, Flúðaskóla og Þjórsárskóla taka þátt. Fulltrúar Flóaskóla eru þær Magnea Bragadóttir, Karólína Þórbergsdóttir, Hugrún Svala Guðjónsdóttir og Tumi Þór Svansson til vara.
Lokakeppnin fer fram á morgun 26. apríl í Þjórsárveri. Keppnin hefst kl. 14.00 og er áhugafólk um upplestur hjartanlega velkomið.

19.04.22
Nemendur í 2. – 4. bekk unnu í vetur verkefni um landnema Íslands. Nemendunum var skipt upp í blandaða hópa og fékk hver hópur úthlutað einum landsnámsmanni- eða konu. Hver hópur vann svo fjölbreytt verkefni um sinn landnema.
Verkefnin voru t.d. að búa til stórt kort af Íslandi og merkja inn á það hvar land var numið og af hverjum, að kynna sér siglingaleiðir og búa til skipin sem landnemarnir komu á, hanna og búa til skjöld í þrívíðu formi með einkennistákni hvers landnema, skoða hvernig Ísland varð til og hvaða dýr og plöntur námu fyrst hér land og ýmislegt fleira.
Í lok verkefnisins hélt hver hópur stutta kynningu um sinn landnámsmann/-konu fyrir samnemendur sína. Einnig var haldin spurningakeppni um efnið með ýmsum spurningum sem nemendur höfðu sjálfir samið.