FLÓASKÓLI

HUGUR-HJARTA-HÖND

Lógó Flóaskóla.JPG

Flýtileiðir

Fréttir

Jólakveðja

17.12.21

Orange and Black Holidays Card.png

1.12.21

Í morgun var farið í hina árlegu kyndlagöngu, genginn var hringur á skólalóðinni í fallegu veðri. Gangan endaði svo við Þjórsárver, þar sem boðið var uppá heitt kakó og köku. Að því loknu komu nemendur saman í bekkjarstofum og skreyttu þær hátt og lágt.

Flóaskóli auglýsir lausar stöður kennara sjá nánar hér

02C00E30-FEC9-4D89-8E34-92E4F710FA1E.jpeg
Afhending Grænfána

Á degi íslenskrar náttúru, 16. september síðastliðinn, fékk Flóaskóli í fyrsta skipti afhentan Grænfána við hátíðlega athöfn. Grænfánaverkefnið – Skólar á grænni grein,  er alþjóðlegt umhverfismenntarverkefni sem rekið er af Landvernd á Íslandi. Markmið verkefnisins er að auka umhverfismennt, menntun til sjálfbærni og styrkja umhverfisstefnur skóla. Sjá nánar-

Flóamótið 2021

20.09.21

Flóamótið fór fram föstudaginn 17. september sl. í blíðskaparveðri á vellinum við Flóaskóla. Flóamótið er samstarfsverkefni Þjótanda og Flóaskóla og er liður í heilsueflandi grunnskóla. Mótið var með breyttu sniði þetta árið, en það var haldið á skólatíma í þeirri von að fá fleiri nemendur til að keppa. Keppt var í nokkrum greinum frjálsra íþrótta í þremur flokkum 1.-3. bekk 4.-5. bekk og 6.-10. bekk.  Mótið gekk vonum framar og var þátttaka mjög góð. Þátttakendur fengu svo ís í lok móts í boði Kjörís.

Kærar þakkir til foreldra og þeirra sem hjálpuðu til.  

Hér má sjá fleiri myndir frá mótinu. 

Flóamót.jpg