FLÓASKÓLI

HUGUR-HJARTA-HÖND

Lógó Flóaskóla.JPG

Flýtileiðir

Fréttir

08.02.21

Flóaskóli auglýsir eftir kennara/urum í almenna kennlsu, tónmennt og sérkennslu til afleysinga út skólaárið 2020 - 2021. Skólinn er staðsettur á Villingaholti í Flóahreppi og er í 15-20 mínútna akstursfjarlægð frá Selfossi. Í skólanum eru 115 nemendur í 1. – 10. bekk og um 30 starfsmenn. -sjá nánar

thumbnail_E542975F-1EE8-4123-ABE3-F5FD41

01.02.21

Tönn.JPG

Áhersla tannverndarvikunnar að þessu sinni er á skaðsemi orkudrykkja en neysla ungmenna á orkudrykkjum með koffíni hefur meira en tvöfaldast síðustu 2-3  ár. Mikil og tíð neysla sætra og sykurlausra orkudrykkja getur leyst upp ysta lag glerungsinns sem þynnist og eyðist og myndast ekki aftur. Tennurnar verða viðkvæmar fyrir kulda og meiri hætta er á að tannskemmdum. Glerungseyðing er vaxandi vandamál hjá börnum og ungmennum á Íslandi.

Á heilsuvera.is má finna myndband um þetta efni Súrar tennur | Heilsuvera

25.01.21

Kennarar Tónlistarskóla Árnesinga skiptast á að heimsækja alla nemendur í 2. bekk í grunnskólum sýslunnar með hljóðfærakynningar. Hver bekkur fær fimm heimsóknir yfir veturinn þar sem nemendum eru kynntir mismunandi hljóðfæraflokkar. Í hverri kynningu fá nemendur sögubrot, upplýsingar um hvernig hljóðfærin virka, heyra leikin lög og að auki eru sungin þrjú lög sem fylgja öllum hljóðfærakynningum vetrarins. Í síðustu viku fengu nemendur í Flóaskóla kynningu á strengjahljóðfærunum fiðlu, víólu, selló og kontrabassa.