FLÓASKÓLI

HUGUR-HJARTA-HÖND

Lógó Flóaskóla.JPG

Flýtileiðir

Fréttir

Skrifstofa Flóaskóla er lokuð vegna sumarleyfa. Hún opnar aftur mánudaginn 9. ágúst. Vekjum athygli á því að skóladagatal fyrir næsta skólaár má sjá hér á heimasíðunni.               Sumarkveðjur, starfsfólk Flóaskóla

01.06.21

Þessir frábæru krakkar gerðu sér lítið fyrir og lentu í þriðja sæti í úrslitum Skólahreysti! Til hamingju með frábæran árangur!

Gjöf frá Kiwanishreyfingunni

01.06.21

Kiwanishreyfingin hefur í samstarfi við Eimskip gefið 7 ára börnum á Íslandi hlífðarhjálma síðan 2004, en markmið verkefnisins er að auka öryggi barna í umferðinni. Í dag fengu nemendur 1. bekkjar afhenda hjálma frá hreyfingunni. Við þökkum kærlega fyrir. Nánar um verkefnið hér

Stóra upplestrarkeppnin

27.05.21

Síðastliðinn þriðjudag tóku nemendur Flóaskóla þátt í stóru upplestrarkeppninni ásamt fulltrúum frá Flúðaskóla, Þjórsárskóla, Bláskógaskóla Reykholti og á Laugarvatni. Fyrir hönd Flóaskóla kepptu þau Aðalheiður Sif Guðjónsdóttir, Benóný Ágústsson og Hjörleifur Máni Rúnarsson til vara. Þau stóðu sig með miklum sóma og endaði Aðalheiður Sif í öðru sæti í keppninni, við óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn

Nemendur Flóaskóla tóku þátt í skólahreysti að venju. Grunnskólar um allt land taka þátt í undankeppninni og var keppt í 7 riðlum. Flóaskóli var í 5. riðli og gerðu nemendur okkar sér lítið fyrir og unnu riðilinn með tilþrifum. Erlín Katla gerði gott betur og setti glæsilegt Íslandsmet í hreystigreip þar sem hún hékk í 16:58 mínútur á slánni. Við óskum keppendum okkar innilega til hamingju með árangurinn.

Lið Flóaskóla tekur þátt í lokakeppninni sem fram fer 29. maí og verður í beinni útsendingu á RÚV. Við hvetjum alla til að fylgjast með útsendingunni.

Skólahreysti 2021.jpg1.jpg