FLÓASKÓLI

HUGUR-HJARTA-HÖND

Lógó Flóaskóla.JPG

Flýtileiðir

Fréttir

03.11.20

Vegna hertra sóttvarnaraðgerða verður skólastarf í Flóaskóla ekki með hefðbundum hætti dagana 4. -17. nóvember.

Sjá nánar.

        Föstudaginn 30. október n.k. verður                                haldin hrekkjavökugleði fyrir nemendur

í 1. – 6. bekk. Gleðin fer fram í Þjórsárveri                             á skólatíma, hefst hún kl 8:30 og stendur                              til kl 9:50.

Boðið verður upp á diskó, leiki og fleira skemmtilegt. 
Nemendur mega mæta í hrekkjavökubúning eða í kósýgalla ef þau vilja. Við viljum þó minna á að vopn og viðkvæmir fylgihlutir búninga eru best geymdir heima.
Nemendur mega einnig koma með sparinesti þann dag. Gos og sælgæti er ekki í boði. 

Að gleðskap loknum tekur við hefðbundinn

skóladagur. 

28.10.20

27.10.20

Skólinn fékk að gjöf þessa skemmtilegu bók frá henni Ronju Sif, en hún er nemandi í 4 bekk. Bókin hefur að geyma litríkar sögur af fjölbreytileikanum og er þar á meðal sögð saga Ronju. Við hvetjum alla til að kynna sér þessa frábæru bók.

29.09.20

Nú á haustmánuðum tóku

Skógræktin og Landgræðslan

höndum saman og óskuðu

eftir stuðningi landsmanna

við að breiða út birkiskóga

landsins. Efnt var til átaks til

að safna birkifræjum, sem

verður dreift á völdum beitarfriðuðum svæðum í öllum landshlutum. Nemendur í 9.-10. bekk létu sitt ekki eftir liggja og týndu fræ af birkitrjám á skólalóðinni.

Hér eru nánari upplýsingar um átakið.