FLÓASKÓLI

HUGUR-HJARTA-HÖND

Lógó Flóaskóla.JPG

Fréttir

29.09.20

Nú á haustmánuðum tóku

Skógræktin og Landgræðslan

höndum saman og óskuðu

eftir stuðningi landsmanna

við að breiða út birkiskóga

landsins. Efnt var til átaks til

að safna birkifræjum, sem

verður dreift á völdum beitarfriðuðum svæðum í öllum landshlutum. Nemendur í 9.-10. bekk létu sitt ekki eftir liggja og týndu fræ af birkitrjám á skólalóðinni.

Hér eru nánari upplýsingar um átakið.

10.09.20

Samræmd próf skólaárið 2020 – 2021 verða haldin sem hér segir:

4. bekkur            30. september -íslenska

                             1. október        -stærðfræði

7. bekkur            24. september -íslenska

                             25. september -stærðfræði

9. bekkur            8. mars              -íslenska

                             9. mars              -stærðfræði

                             10. mars            -enska

Nánari upplýsingar um samræmd próf er að finna á heimasíðu Menntamálastofnunar https://mms.is/samraemd-konnunarprof

Nemendur í 4.-6. bekk hafa verið að vinna með fuglaþema núna á vordögum. Þau hafa m.a. lært um lifnaðarhætti fugla, hvað er að vera staðfugl og farfugl og hvaða fugla má finna við Flóaskóla og Villingaholtsvatn. Skólinn eignaðist nýverið sjónauka en þá nýttum við í fuglaskoðun þar sem fylgst var með atferli fugla. Nemendur skráðu hjá sér athafnir og þær fuglategundir sem þau sáu.