FLÓASKÓLI

HUGUR-HJARTA-HÖND

Lógó Flóaskóla.JPG

Flýtileiðir

Fréttir

B I N G Ó í Þjórsárveri

22.10.21

10 bekkur minnir á bingó í Þjórsárveri í kvöld kl. 19:30. Bingóið er fjáröflun fyrir útskriftarferðina í vor. Spjaldið verður á 500 kr. Sjoppan verður á sínum stað og það er posi.

Fjölmargir glæsilegir vinningar.

Hvetjum alla til að mæta!

bingo.JPG
Fræðsluerindi um mikilvægi svefns

20.10.21

117979492_324022415319301_80003816324695351_n-scaled.jpg

Við viljum þakka öllum þeim sem sáu sér fært að mæta í Þjórsárver eða horfðu á streymið.

Fyrir þá sem misstu af þá verður fyrirlesturinn aðgengilegur í eina viku hér- https://www.youtube.com/watch?v=lrg91pIP1gc

 

Hvetjum alla til að horfa.

BLEIKUR DAGUR

Október er mánuður Bleiku slaufunnar, árveknis- og fjáröflunarátaks Krabbameinsfélags Íslands gegn krabbameinum hjá konum. Við í Flóaskóla ætlum að sýna baráttunni samstöðu og hafa bleikan dag föstudaginn 15. október. Við hvetjum því alla til að klæðast bleiku eða koma með eitthvað bleikt í skólann.

https://www.bleikaslaufan.is/

bleikipakkinn-litil.jpg
Afhending Grænfána

Á degi íslenskrar náttúru, 16. september síðastliðinn, fékk Flóaskóli í fyrsta skipti afhentan Grænfána við hátíðlega athöfn. Grænfánaverkefnið – Skólar á grænni grein,  er alþjóðlegt umhverfismenntarverkefni sem rekið er af Landvernd á Íslandi. Markmið verkefnisins er að auka umhverfismennt, menntun til sjálfbærni og styrkja umhverfisstefnur skóla. Sjá nánar-

Flóamótið 2021

20.09.21

Flóamótið fór fram föstudaginn 17. september sl. í blíðskaparveðri á vellinum við Flóaskóla. Flóamótið er samstarfsverkefni Þjótanda og Flóaskóla og er liður í heilsueflandi grunnskóla. Mótið var með breyttu sniði þetta árið, en það var haldið á skólatíma í þeirri von að fá fleiri nemendur til að keppa. Keppt var í nokkrum greinum frjálsra íþrótta í þremur flokkum 1.-3. bekk 4.-5. bekk og 6.-10. bekk.  Mótið gekk vonum framar og var þátttaka mjög góð. Þátttakendur fengu svo ís í lok móts í boði Kjörís.

Kærar þakkir til foreldra og þeirra sem hjálpuðu til.  

Hér má sjá fleiri myndir frá mótinu. 

Flóamót.jpg
Víkingaþema á miðstigi

Nemendur á miðstigi eru um þessar mundir að fræðast um víkinga í samfélagsfræði. Þetta þemaverkefni er unnið í samstarfi við list- og verkgreinakennara. Í síðustu viku heimsóttu þau Þingvelli og fengu leiðsögn um svæðið. Þau eru einnig að búa til víkingaklæðnað, belti og sinn eigin gjaldmiðil. Þriðjudaginn 7. september heimsótti svo Fanndís Huld Valdimarsdóttir skólann í víkingaskrúða og sýndi þeim perlur og aðra skartgripi sem hún býr til og selur í Gömlu-Þingborg.