Fréttir

Skólasetning Flóaskóla 2022

Skólasetning Flóaskóla fer fram 22. ágúst 2022.

Nánari upplýsingar um skipulag hennar má sjá hér.

Gjöf frá Kiwanishreyfingunni

01.06.22

Kiwanishreyfingin hefur í samstarfi við Eimskip gefið 7 ára börnum á Íslandi hlífðarhjálma síðan 2004, en markmið verkefnisins er að auka öryggi barna í umferðinni. Í dag fengu nemendur 1. bekkjar afhenda hjálma frá hreyfingunni. Við þökkum kærlega fyrir

IMG_2353.jpg
Langspilsvaka

30.05.22

2F63C4BF-B7A4-438C-B80C-46D559AD23B2
2F63C4BF-B7A4-438C-B80C-46D559AD23B2

press to zoom
2C56829E-5DBC-487D-8F36-BAB2CF1CD37C
2C56829E-5DBC-487D-8F36-BAB2CF1CD37C

press to zoom
4345418C-3913-40B5-BB67-66D592B8729E
4345418C-3913-40B5-BB67-66D592B8729E

press to zoom
2F63C4BF-B7A4-438C-B80C-46D559AD23B2
2F63C4BF-B7A4-438C-B80C-46D559AD23B2

press to zoom
1/8

Í vetur hafa nemendur í 5. bekk tekið þátt í langspilsverkefni þar sem þau hafa hannað og smíðað sitt eigið langspil undir handleiðslu Eyjólfs Eyjólfssonar og Ragnars Gestssonar smíðakennara skólans. Markmiðið með verkefninu er að nemendur þrói handverkskunnáttu sína og öðlist undirstöðuþekkingu í smíði og eðlisfræði strengjahljóðfæra. Verkefni vetrarins lauk svo með Langspilsvöku í Þjórsárveri þann 25. maí sl. Nemendur úr 5. og 6. bekk sungu nokkur lög undir eigin langspilsundirleik, einnig komu fram nemendur við tónlistar- og listkennsludeild Listaháskóla Íslands, en þau hafa nýverið lokið við smíði á samskonar langspilum. Sérstakur gestur kvöldsins var söngkonan góðkunna Ragnheiður Gröndal og söng hún með nemendum.

Alviðra

30.05.22

17. maí sl. fóru nemendur 6. bekkjar í Alviðru. Gengið var um Þrastaskóg, fræðst var um fugla og þeir skoðaðir. Nemendur skoðuðu lífríkið i vatninu og nutu þess að vera hluti af náttúrunni. Þau þakka kærlega fyrir frábærar móttökur.

601B2078-DEBE-43F2-BE47-35993F8D292E
601B2078-DEBE-43F2-BE47-35993F8D292E

press to zoom
DB4A5F33-D01B-44BD-9330-D1FC8DF44800
DB4A5F33-D01B-44BD-9330-D1FC8DF44800

press to zoom
018AAB29-EB24-4793-9159-8B7B3975AB36
018AAB29-EB24-4793-9159-8B7B3975AB36

press to zoom
601B2078-DEBE-43F2-BE47-35993F8D292E
601B2078-DEBE-43F2-BE47-35993F8D292E

press to zoom
1/13
Skólahreysti-meistarar 2022

Flóaskóli er sigurvegari í Skólahreysti 2022!

Til hamingju með glæsilegan árangur! 

281428463_10159088247824302_1040429945941234116_n.jpg
Skólahreysti- úrslit

19.05.22

Það er komið að úrslitum í Skólahreysti, en þau fara fram nk. laugardag í Mýrinni í Garðabæ kl. 19:45. Sýnt verður beint frá úrslitunum á RÚV, en þeir sem hafa áhuga eru hvattir til að mæta í rauðu í Mýrina og hvetja okkar krakka áfram.

Áfram Flóaskóli!!

_4270393.JPG
List fyrir alla- Manndýr

16.05.22

.
.

press to zoom
.
.

press to zoom
.
.

press to zoom
.
.

press to zoom
1/8

Í síðustu viku bauð List fyrir alla nemendum í 1. - 2 . bekk uppá sýninguna Manndýr. Sýningin er þáttökusýning um hlutverk mannsins út frá sjónarhorni barna. Í sýningunni er samband barna og fullorðinna skoðað og spurningunni um hlutverk þeirra á jörðinni velt upp. Sýningin er á mörkum þess að vera leikverk, innsetning og listasmiðja. Í Manndýr er gestum boðið inn í heim þar sem hægt er að upplifa með eyrum, augum og höndum, sjálf eða í samvinnu. Sýningin vakti mikla lukku og skemmtu nemendur sér vel.

Árshátíð yngra stigs

06.05.22

Allur hópurinn
Allur hópurinn

press to zoom
.
.

press to zoom
.
.

press to zoom
Allur hópurinn
Allur hópurinn

press to zoom
1/11

Árshátíð yngra stigs fór fram í gær, en þar sýndu nemendur í 1.- 6. bekk Kardemommubæinn eftir Thorbjorn Egner.  Um 70 nemendur tóku þátt í sýningunni og gekk hún ljómandi vel.

Við viljum þakka gestum kærlega fyrir komuna. Hér eru nokkrar myndir frá sýningunni.

Flóaskóli auglýsir eftir kennurum

03.05.22

thumbnail_E542975F-1EE8-4123-ABE3-F5FD41B5D35D.jpg

Flóaskóli auglýsir eftir kennurum til starfa skólaárið 2022 – 2023. Nánari upplýsingar hér.

Stóra upplestrarkeppnin

28.04.22

F028A4D2-FDB6-4744-A1A1-22E61ED3DFD7.jpeg

Stóra upplestrarkeppni 7. bekkjar í Flóaskóla, Flúðaskóla og Þjórsárskóla fór fram í Þjórsárveri 26. apríl sl. 3 fulltrúar úr hverjum skóla komu fram og lásu texta og tvö ljóð. Öll stóðu sig með stakri prýði en úrslitin voru þau að í fyrsta sæti var Katrín Katla Guðmannsdóttir úr Flúðaskóla, í öðru sæti var Karólína Þórbergsdóttir úr Flóaskóla og í þriðja sæti var Valgeir Örn Ágústsson úr Þjórsárskóla. Vel gert krakkar!

Skólahreysti

28.04.22

_4270393.JPG

Enn eitt árið slær Flóaskóli í gegn í Skólahreysti, en þessir flottu krakkar sigruðu sinn riðil í undankeppninni og eru þar með komin í úrslit!

Til hamingju krakkar og Örvar með glæsilegan árangur!

Árshátíð yngra stigs

26.04.22

Undirbúningur fyrir fyrir árshátíð yngra stigs er í fullum gangi. Árshátíðin verður haldin fimmtudaginn 5. maí n.k. kl. 09:30 í Þjórsárveri, en þar munu nemendur í 1.- 6. bekk sýna leikritið Kardemommubæinn eftir Thorbjorn Egner. Foreldrar/forráðamenn og aðrir aðstandendur nemenda eru velkomnir á árshátíðina. 

1BC11EE1-104B-461A-A953-A4ADC7FB0DBC.jpeg
Stóra upplestrarkeppnin

25.04.22

Stóra upplestrarkeppni 7. bekkjar í Flóaskóla fór fram þann 7. apríl síðastliðinn í Þjórsárveri. Nemendur lásu texta og ljóð, spilað var á hljóðfæri og bornar voru fram veitingar á eftir. Foreldrar voru boðnir velkomnir og einnig nemendur 5. og 6. bekkjar. Þrír nemendur voru valdir til að taka þátt í lokakeppni, en þar munu nemendur frá Flóaskóla, Flúðaskóla og Þjórsárskóla taka þátt. Fulltrúar Flóaskóla eru þær Magnea Bragadóttir, Karólína Þórbergsdóttir, Hugrún Svala Guðjónsdóttir og Tumi Þór Svansson til vara.

Lokakeppnin fer fram á morgun 26. apríl í Þjórsárveri. Keppnin hefst kl. 14.00 og er áhugafólk um upplestur hjartanlega velkomið.

277956333_366983735344695_861795179885434560_n.jpg
Landnemar Íslands

19.04.22

Nemendur í 2. – 4. bekk unnu í vetur verkefni um landnema Íslands. Nemendunum var skipt upp í blandaða hópa og fékk hver hópur úthlutað einum landsnámsmanni- eða konu. Hver hópur vann svo fjölbreytt verkefni um sinn landnema.  

Verkefnin voru t.d. að búa til stórt kort af Íslandi og merkja inn á það hvar land var numið og af hverjum, að kynna sér siglingaleiðir og búa til skipin sem landnemarnir komu á, hanna og búa til skjöld í þrívíðu formi með einkennistákni hvers landnema, skoða hvernig Ísland varð til og hvaða dýr og plöntur námu fyrst hér land og ýmislegt fleira.  

Í lok verkefnisins hélt hver hópur stutta kynningu um sinn landnámsmann/-konu fyrir samnemendur sína. Einnig var haldin spurningakeppni um efnið með ýmsum spurningum sem nemendur höfðu sjálfir samið.