top of page

Skólareglur

Ástundun náms

Nemendur sýna góða ástundun með því að:

  • Leggja sig fram við að bera ábyrgð á eigin námi

  • Vera vinnusamir í kennslustundum

  • Veita vinnufrið í kennslustundum

Samskipti

Nemendur koma vel fram við alla í skólasamfélaginu með því að:

  • Sýna virðingu og umburðarlyndi

  • Bera ábyrgð á hegðun sinni og framkomu

Umgengni

Nemendur ganga vel um skólann með því að:

  • Ganga vel um húsnæði og lóð og eigur skólans

  • Fara vel með námsgögn

  • Bera ábyrgð á persónulegum eigum sínum

Stundvísi

Nemendur tileinka sér stundvísi með því að:

  • Mæta í kennslustundir á réttum tíma

  • Mæta í skólabíl á réttum tíma

Heilbrigðar lífsvenjur

Nemendur tileinka sér hollustu og heilbrigðar lífsvenjur.

  • Tileinkum okkur hollustu og heilbrigðar lífsvenjur

  • Neysla gosdrykkja og sælgætis er alla jafna ekki leyfileg á skólatíma

  • Notkun snjalltækja í kennslustundum  skal vera í samráði við kennara

Viðbrögð ef skólareglum er ekki fylgt

  1. Fylgi nemandi ekki skólareglum þarf hann að eiga samtal við starfsmann skólans og koma með hugmynd að lausn um hvernig hann geti bætt sig.

  2. Neiti nemandi samvinnu hefur umsjónarkennari samband við foreldra og leitar frekari lausna.

  3. Komi ítrekað til þess að nemandi fylgi ekki skólareglum er málinu vísað til lausnateymis skólans sem fjallar um málið og finnur því réttan farveg.

Við samþykkjum aldrei

  • Ógnandi hegðun eða ofbeldi að nokkru tagi, skemmdarverk og þjófnað

  • Neyslu orkudrykkja, tóbaks, veips, áfengis og/eða annarra vímuefna í skólanum

Viðbrögð

  1. Nemandi er tekinn úr aðstæðum

  2. Umsjónarkennari og/eða skólastjórnendur hafa samband við foreldra/forsjáraðila og tilkynna atvik

  3. Skólastjórnendur funda með nemanda og foreldrum/forsjáraðilum og vinna að lausn mála

Umsjónarkennari upplýsir foreldra, eins fljótt og auðið er, ef nemandi fylgir ekki skólareglum.

Skólareglurnar eru byggðar á gildandi grunnskólalögum (2008), aðalnámskrá grunnskóla (2011) og reglugerð um ábyrgð og skyldur skólasamfélagsins í grunnskólum (2011).

bottom of page