Skólareglur
Ástundun náms
Nemendur sýna góða ástundun með því að:
-
Leggja sig fram við að bera ábyrgð á eigin námi
-
Vera vinnusamir í kennslustundum
-
Veita vinnufrið í kennslustundum
Samskipti
Nemendur koma vel fram við alla í skólasamfélaginu með því að:
-
Sýna virðingu og umburðarlyndi
-
Bera ábyrgð á hegðun sinni og framkomu
Umgengni
Nemendur ganga vel um skólann með því að:
-
Ganga vel um húsnæði og lóð og eigur skólans
-
Fara vel með námsgögn
-
Bera ábyrgð á persónulegum eigum sínum
Stundvísi
Nemendur tileinka sér stundvísi með því að:
-
Mæta í kennslustundir á réttum tíma
-
Mæta í skólabíl á réttum tíma
Heilbrigðar lífsvenjur
Nemendur tileinka sér hollustu og heilbrigðar lífsvenjur.
-
Tileinkum okkur hollustu og heilbrigðar lífsvenjur
-
Neysla gosdrykkja og sælgætis er alla jafna ekki leyfileg á skólatíma
-
Notkun snjalltækja í kennslustundum skal vera í samráði við kennara
Viðbrögð ef skólareglum er ekki fylgt
-
Fylgi nemandi ekki skólareglum þarf hann að eiga samtal við starfsmann skólans og koma með hugmynd að lausn um hvernig hann geti bætt sig.
-
Neiti nemandi samvinnu hefur umsjónarkennari samband við foreldra og leitar frekari lausna.
-
Komi ítrekað til þess að nemandi fylgi ekki skólareglum er málinu vísað til lausnateymis skólans sem fjallar um málið og finnur því réttan farveg.
Við samþykkjum aldrei
-
Ógnandi hegðun eða ofbeldi að nokkru tagi, skemmdarverk og þjófnað
-
Neyslu orkudrykkja, tóbaks, veips, áfengis og/eða annarra vímuefna í skólanum
Viðbrögð
-
Nemandi er tekinn úr aðstæðum
-
Umsjónarkennari og/eða skólastjórnendur hafa samband við foreldra/forsjáraðila og tilkynna atvik
-
Skólastjórnendur funda með nemanda og foreldrum/forsjáraðilum og vinna að lausn mála
Umsjónarkennari upplýsir foreldra, eins fljótt og auðið er, ef nemandi fylgir ekki skólareglum.
Skólareglurnar eru byggðar á gildandi grunnskólalögum (2008), aðalnámskrá grunnskóla (2011) og reglugerð um ábyrgð og skyldur skólasamfélagsins í grunnskólum (2011).