Tilnefning til íslensku menntaverðlaunanna 2025.
- floaskoli
- 6 days ago
- 1 min read

Tilnefning til íslensku menntaverðlaunanna 2025.
Íslensku menntaverðlaunin eru veitt árlega fyrir framúrskarandi skólastarf eða aðrar umbætur í menntamálum.
Markmið Íslensku menntaverðlaunanna er að auka veg menntaumbótastarfs og vekja athygli samfélagsins á metnaðarfullu og vönduðu skóla- og frístundastarfi með börnum og unglingum.
Það er einstaklega ánægjulegt að kennari við Flóaskóla hafi hlotið tilnefningu í flokknum Framúrskarandi kennari árið 2025.
Örvar Rafn Hlíðdal íþróttakennarinn okkar hlaut tilnefningu fyrir framúrskarandi íþróttakennslu og árangur í starfi.
Örvar lauk prófi í íþróttafræðum frá Háskóla Íslands 2011 og hefur verið íþróttakennari við Flóaskóla frá sama ári og kennt bæði íþróttir og sund. Örvar hefur einnig fengist við þjálfun og verið forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar.
Nánari umfjöllun um tilnefningu má sjá hér Örvar Rafn Hlíðdal | Skólaþróun
Við óskum Örvari innilega til hamingju með tilnefninguna og erum ákaflega stolt af honum.

Comments