top of page

Suðurlandsmót í skák

Suðurlandsmót grunnskóla í skák fór fram 17. febrúar sl. á Flúðum. Metþátttaka var á mótinu en alls kepptu 26 sveitir, fjórir nemendur í hverri sveit. Teflt var í tveimur flokkum annars vegar 1.-7. bekkur og hins vegar 8.-10. bekkur. Flóaskóli sendi 24 nemendur á mótið og hafnaði ein sveitin í 3 sæti. Sveitina skipuðu þeir Bjarki Rafn Reynisson, Garðar Þór Jónsson, Hrafnkell Hilmar Sigmarsson og Styrkár Freyr Birgisson. Við óskum þeim til hamingju með árangurinn. Það má til gamans geta að Flóaskóli var eini skólinn sem tefldi fram stúlknasveit.




bottom of page