Síðastliðinn mánudag tóku nemendur úr Flóaskóla þátt í Suðurlandsmóti í skák, en mótið fór fram á Stað á Eyrarbakka. Alls kepptu 11 nemendur úr 7.- 10. bekk og stóðu þau sig öll með prýði. Guðbergur Davíð Ágústsson hafnaði í 2. sæti í sínum flokki eftir mjög harða keppni.

Comments