top of page

Langspilsvaka

Í vetur hafa nemendur í 5. bekk tekið þátt í langspilsverkefni þar sem þau hafa hannað og smíðað sitt eigið langspil undir handleiðslu Eyjólfs Eyjólfssonar og Ragnars Gestssonar smíðakennara skólans. Markmiðið með verkefninu er að nemendur þrói handverkskunnáttu sína og öðlist undirstöðuþekkingu í smíði og eðlisfræði strengjahljóðfæra. Verkefni vetrarins lauk svo með Langspilsvöku í Þjórsárveri þann 25. maí sl. Nemendur úr 5. og 6. bekk sungu nokkur lög undir eigin langspilsundirleik, einnig komu fram nemendur við tónlistar- og listkennsludeild Listaháskóla Íslands, en þau hafa nýverið lokið við smíði á samskonar langspilum. Sérstakur gestur kvöldsins var söngkonan góðkunna Ragnheiður Gröndal og söng hún með nemendum.

Comments


bottom of page