top of page

Heimsmarkmiðin

Í þessari viku vinna nemendur Flóaskóla að þemavinnu tengdri Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.

Sjálfbærnimarkmið Sameinuðu þjóðanna eða Heimsmarkmiðin eru 17 markmið sem öll aðildarríki Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykktu þann 25. september 2015. Markmiðin, sem gilda á tímabilinu 2016-2030, eru 17 talsins með 169 undirmarkmið og taka bæði til innanlandsmála sem og alþjóðasamstarfs á gildistímanum. Markmiðin taka við af Þúsaldarmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna fyrir árin 2000-2015. Árangur verður metinn miðað við tilteknar mælistikur, líkt og fyrir Þúsaldarmarkmiðin.

Aðalsmerki heimsmarkmiðanna er að þau eru algild. Aðildarríkin hafa skuldbundið sig til þess að vinna skipulega að innleiðingu þeirra bæði á innlendum og erlendum vettvangi út gildistíma þeirra. Markmiðin eru samþætt og órjúfanleg og mynda jafnvægi milli þriggja stoða sjálfbærrar þróunar; hinnar efnahagslegu, félagslegu og umhverfislegu. Þau fela einnig í sér fimm meginþemu sem eru mannkynið, jörðin, hagsæld, friður og samstarf. Aðalinntak þeirra er jafnframt að engir einstaklingar eða hópar verði skildir eftir.


Комментарии


bottom of page