top of page

Fjölskyldudagar

Updated: Mar 7, 2023

Síðastliðin vika var ansi lífleg í Flóaskóla, en þá voru fjölskyldudagar hjá okkur með skemmtilegri dagskrá alla vikuna.

Á mánudaginn komu Gunnar Helgason og Felix Bergsson til okkar í heimsókn með erindið Ein stór fjölskylda. Þeir fóru m.a. ofan í saumana á hinum ýmsu fjölskylduformum til að opna augu áhorfanda og stuðla með því að opnara og fordómalausara samfélagi. Gunnar var einnig með fyrirlestur um hvernig skrifa eigi geggjaðar sögur. Í lokin skemmtu þeir krökkunum með söng og glensi.




Á þriðjudaginn fengum við frábæra heimsókn frá Spilavinum. Nemendur og kennarar fengu kynningu á ýmiskonar borðspilum sem vöktu mikinn áhuga.



Á miðvikudag var Öskudagur með tilheyrandi fjöri. Nemendur og starfsfólk mættu í búningum og kötturinn var sleginn úr tunnunni. Í lok dags var Dj Örvar með öskudagsball fyrir alla nemendur.








Á fimmtudag var hápunktur fjölskyldudaganna en þá var opið hús fyrir gesti og gangandi og fjölbreytt dagskrá í boði. Meðal annars var fjáröflunarvöfflusala nemenda í 10. bekk, hraðskák nemenda við foreldra/gesti, fata- og bókamarkaður, spurningar um heiminn, kynning á nærsamfélagi, slökun og frisbý svo fátt eitt sé nefnt.


Fjölskyldudögum lauk síðan á föstudeginum með skólaþingi þar sem fulltrúar nemenda og foreldra komu saman og fóru yfir skólareglur. Þar komu fram margar gagnlegar ábendingar sem nýtast við endurskoðun á skólareglum.

Virkilega skemmtileg vika að baki og frábært hve margir sáu sér fært að mæta á opna húsið.









Comentários


bottom of page