top of page
Pink Sugar

Bleiki dagurinn 23.10.2024
 

Kæru nemendur og starfsfólk  Flóaskóla !

Á Bleika deginum eru landsmenn hvattir til að vera bleik - fyrir okkur öll !

Klæðumst  bleiku og lýsum upp  skammdegið í bleikum ljóma svo allar konur sem greinst hafa með krabbamein finni stuðning okkar og samstöðu .

 

Kveðja 

Flóaskóli

 

Þórunn ráðin skólastjóri Flóaskóla

Þórunn Jónasdóttir hefur verið ráðin skólastjóri Flóaskóla og mun hún taka við starfinu af Gunnlaugu Hartmannsdóttur sem hefur ráðið sig til starfa við Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings.

Þórunn starfar í dag sem skólastjóri Hörðuvallaskóla í Kópavogi og var áður aðstoðarskólastjóri og þar áður deildarstjóri og staðgengill skólastjóra skólans frá stofnun skólans árið 2006. Hún lauk meistaranámi í stjórnunarfræðum menntastofnana árið 2014 og B.Ed viðbótarnámi í stærðfræðikennslu árið 2007. Hún öðlaðist leyfisbréf til að starfa sem grunnskólakennari árið 1989 að afloknu B.Ed námi til kennararéttinda.

Þórunn er boðin hjartanlega velkomin til starfa við Flóaskóla.


Comments


bottom of page