top of page
Grænfáni
Flóaskóli er þátttakandi í verkefni Landverndar, Skólar á grænni grein. Frá því haustið 2018 hefur verið unnið markvisst að því að innleiða Grænfána, alþjóðlega umhverfisvottun fyrir menntastofnanir. Gerð var úttekt á grænfánastarfinu í júní 2021 og fékk Flóaskóli formlega afhentan Grænfána á Degi íslenskrar náttúru, 16. september. Áfram verður unnið að umhverfismálum samkvæmt viðmiðum Grænfána með verkefnastjórn og virku starfi umhverfisnefndar sem skipuð er fulltrúum starfsmanna og nemenda úr öllum árgöngum.
Verkefnastjórn Grænfána skipa:
Iðunn Ýr Ásgeirsdóttir, kennari
Maríanna Jónsdóttir, kennari
Ragnar Gestsson, kennari
Hér má lesa nánar um verkefnið.
bottom of page