Nánari upplýsingar um viðburðir á skóladagatali

 • Skólasetning

  • Eftir skólasetningu skólastjóra fara umsjónarkennarar ásamt sínum umsjónarnemendum og foreldrum þeirra í umsjónarstofu. Nemendur og foreldrar fá afhent ýmis gögn líkt og stundaskrár, heimavinnumöppur og upplýsingar um skólaakstur. 

 • Fyrsti kennsludagur:

  • Kennsla hefst kl. 8:10 samkvæmt stundaskrá.

 • Dans

  • Á hverju skólaári kemur danskennari og kennir nemendum dans í Þjórsárveri. Nemendur í unglingadeild hafa val um að fara í dans. Nemendur í 1. - 7. bekk fara með sínum kennara yfir í dans. Að lokinni danskennslu er foreldrum boðið á danssýningu.

 • Dagur læsis

  • Kennarar vinna með nemendum að skemmtilegu efni tengdu læsi.

 • Nemendaviðtalsvika

  • Umsjónakennarar funda með umsjónarnemendum sínum og fara yfir námið, líðan og annað sem kann að skipta nemendur máli.

 • Dagur íslenskrar náttúru

  • Nemendur fá verkefni eða taka þátt í dagskrá sem tengist þema dagsins.

 • Samræmd próf

  • Nemendur í 4. og 7. bekk fara í samræmd könnunarpróf í septembermánuði. Ef foreldrar og/eða umsjónarkennari telja gilda ástæðu til að nemendi sleppi samræmdu prófi er hægt að sækja um sérstaka undanþágu.  Nemendur eru ekki sérstaklega undirbúnir fyrir samræmd próf og nýtast niðurstöður þeirra fyrst og fremst til að greina stöðu nemenda í náminu.

 • Brunaæfing

  • Á hverju ári eru viðbrögð við bruna æfð í Flóaskóla með svokallaðri brunæfingu.

 • Foreldradagur – skólakynning

  • Að hausti er haldin skólakynning fyrir foreldra. Þar geta foreldrar komið í skólann og kynnt sér viðfangsefni nemenda og starf skólans.

  • Foreldrar eru hvattir til að fara vel yfir óskilamuni á þessum degi en eftir daginn fara óskilamunir síðasta skólaárs í Rauða krossinn.

  • Aðrir aðilar úr skólasamfélaginu eru einnig með kynningar t.d fræðslunefnd og foreldraráð.   

 • Starfsdagur kennara

  • Haustþing

 • Starfsdagur kennara

  • Undirbúningur fyrir frammistöðuviðtöl       

 • Leiðsagnarmat – frammistöðuviðtöl

  • Nemendur mæta í viðtal ásamt foreldrum sínum hjá umsjónarkennara. Nemendur og kennarar fylla út leiðsagnarmat í Mentor og í viðtalinu er farið yfir matið og rætt um markmið komandi vikna. Leiðsagnarmat er opið í nokkra daga áður en að viðtali kemur.

 • Smiðjuhelgi unglingadeildar

  • Nemendur í 8. – 10. bekk fara í smiðjur sem standa yfir frá föstudegi og fram á sunnudag. Smiðjur eru skipulagðar af umsjónarmanni smiðjuhelgarinnar og eru þær kynntar foreldrum og nemendum með a.m.k 3. vikna fyrirvara.

 • Baráttudagur gegn einelti

  • Kennarar skólans undirbúa daginn og vinna með nemendum að verkefnum sem tengjast málefninu.

 • Skólabúðir að Laugum í Sælingsdal

  • Nemendur í 9. bekk fara til vikudvalar í skólabúðirnar ásamt umsjónarkennara eða öðrum aðila í samráði við stjórnendur. Kennsla 9. bekkjar í skóla fellur niður þessa viku en kennarar eru beðnir um að hliðra til og kenna þeim bekkjum sem þurfa forföll vegna fjarveru kennara eða sinna öðrum verkefnum samkvæmt samkomulagi við stjórnendur. Það er farið í skólabúðirnar að morgni mánudags og komið til baka síðdegis á föstudegi.

 • Starfsdagur kennara

  • Skólaheimsóknir

 • Dagur íslenskrar tungu

  • Miðstigsnemendur setja upp skemmtun fyrir foreldra og aðra gesti.

  • Umsjónamaður hátíðarinnar sér um utanumhald og samstarf við aðra kennara í tengslum við hátíðina.

 • Skreytingadagur, kveikt á jólatré og kyndlaganga

 • Dagurinn byrjar á því að kveikt er á trénu við hlaðið á skólanum. Nemendur og starfsfólk safnast saman við tréð og syngja. Skólastjóri velur einn nemanda sem tendrar ljósin. Að því loknu er gengið með kyndla niður að Villingaholtskirkju þar lesin er upp jólasaga, heimsóknin felur ekki í sér trúarskoðanir eða trúboð á neinn hátt og er fyrst og fremst hugsuð sem vettvangsferð. Nemendur sem ekki vilja fara í kirkju (eða foreldrar þeirra óska eftir) eru í skólanum á meðan á kirkjuheimsókn stendur.

 • Jólahringekjur

  • Nemendum standa til boða ýmsar stöðvar sem kennararnir hafa ákveðið og útbúið.

 • Helgileikur og jólaskemmtun yngsta stigs.

  • Jólaskemmtun fyrir 1. - 4. bekk.

 • Síðasti kennsludagur fyrir jól.

 • Stofujól og pakkaleikur í bekkjarstofum og hátíðarmatur í mötuneyti

 • Starfsdagur

 • Óákveðið

 • Námsmatsviðtöl

  • Foreldrar fá sendar tímasetningar á viðtölum í tölvupósti a.m.k. viku fyrir áætlaðan viðtalsdag. Nemendur fá afhent vitnisburðarblöð, sem geyma einkunnir og umsagnir. Farið er yfir námsárangur, líðan nemandans og annað sem kann að skipta nemandann máli í viðtalinu. Aðrir kennarar eru einnig til viðtals á viðtalsdeginum og eru foreldrar hvattir til að heyra í þeim varðandi frammistöðu barna sinna í hinum ýmsum greinum.

 • Smiðjuhelgi

  • Nemendur í 8. – 10. bekk fara í smiðjur sem standa yfir frá föstudegi til sunnudags og eru smiðjur skipulagðar af umsjónamanni smiðjuhelgarinnar og eru þær tilkynntar foreldrum og nemendum með a.m.k 3. vikna fyrirvara.

 • Bolludagur

 • Nemendur fá rjómabollur í morgunhressingu í stað hefðbundinnar morgunhressingar.

 • Sprengidagur

 • Saltkjöt og baunir í mötuneyti í hádeginu.

 • Öskudagur

 • Nemendur slá köttinn úr tunnunni í Þjórsárveri.

 • Heimakstur kl. 12.30

 • Foreldravika 

 • Foreldrar eru hvattir til að koma og taka virkan þátt í skólastarfinu. Þeim er boðið að taka að sér frímínútnagæslu, aðstoð í matsal, stuðning í bekk eða að fylgjast með starfinu. Einnig er gaman að fá foreldra til að segja frá atvinnu sinni svo eitthvað sé nefnt.

 • Samræmd próf í  9. og 10. bekk

  • ATH breytingu á samræmdum prófum í 10. bekk. Framvegis verða samræmd próf í lok 9. bekkjar í stað 10. bekkjar. Þetta skólaárið stendur 10. bekk einnig til boða að taka prófið á sama tíma og 9. bekk.

 • Nemendaviðtalsvika

  • Umsjónakennarar taka viðtöl við alla sína nemendur þar sem farið er yfir námið, líðan og annað sem kann að skipta nemandann máli.

 • Royal kvöld

 • Nemendur í 8. – 10. bekk halda Royal kvöld þar sem þau klæða sig upp, borða saman og hlusta á tónlist í Þjórsárveri. 

 • Starfsdagur

  • Skólaheimsóknir

 • Leiðsagnarmat

 • Nemendur mæta í viðtal ásamt foreldrum sínum hjá umsjónarkennara. Nemendur og kennarar fylla út leiðsagnarmat í Mentor og í viðtalinu er farið yfir matið og rætt um markmið komandi vikna. Leiðsagnarmat er opið í nokkra daga áður en að viðtali kemur.

 • Árshátíð „yngri“ í Þjórsárveri (fyrir nemendur í 1.-7. bekk).

 • Foreldrum er boðið á skemmtun í Þjórsárveri. Hátíðin er stæsti foreldraviðburður sem nemendur standa fyrir ár hvert.

 • Nemendur í 6.-7. bekk standa fyrir sjoppurekstri á skemmtuninni ef vilji er fyrir því.

 • Árshátíð elsta stigs í Þjórsárveri

  • Fyrir nemendur í 8.-10. bekk.

  • Foreldrum er boðið á skemmtun í Þjórsárveri. Árshátíðin er stærsti foreldraviðburður sem nemendur standa fyrir ár hvert.

  • Nemendur í 10. bekk starfrækja sjoppu ef vilji er fyrir því.

  • Nemendur fara heim að skemmtun lokinni með foreldrum.

 • Vorskóli 5 ára barna í eina viku í maí:

  • Elsti árgangur leikskólans Krakkaborgar heimsækir Flóaskóla og vinnur samkvæmt stundaskrá sem umsjónarkennari 1. bekkjar og hópstjóri frá Krakkaborg setja niður. Stundaskráin er svo send skólastjórnendum til samþykktar. Skólastjóri boðar foreldra til fundar áður en vorskólavikan hefst og fara yfir ýmis atriði er varðar þessa daga.

  • Börnin sækja skólann alla 5 dagana, mismikið á hverjum degi. Þau fá að fara í list- og verkgreinar, íþróttir og sund, frímínútur og matartíma og nota skólabíla.

  • Einn starfmaður leikskólans fylgir börnunum alla vikuna.

  • Ef börn á þessum aldri eru búsett í sveitarfélaginu en sækja ekki leikskólann er þeim að sjálfsögðu velkomið að taka þátt í vorskólavikunni.

 • Starfskynningar í 10. bekk í febrúar:

 • Nemendur í 10. bekk fara í starfskynningar í ýmsum fyrirtækjum og stofnunum á svæðinu. Náms- og starfsráðgjafi bera ábyrgð á undirbúningi starfskynninga.

 • Vorferðir nemenda og úti- og grenndarnám

 • Nemendur í 1.-5. bekk fara í vettvangsferðir samkvæmt skipulagi sem rúllar á fimm árum.

 • Nemendur í 6.-7. bekk fara í ferðalag um Snæfellsnes ásamt umsjónarkennara eða öðrum starfsmanni.

 • Ferð að Úlfljótsvatni með 8. og 9. bekk (farið er annað hvert ár og farið verður þetta ár).

 • 10. bekkur fer í útskriftarferð ásamt umsjónarkennara. Skólastjórnendur sjá um að panta rútur.

 • Aðrar ferðir samkvæmt skipulagi kennara og fjárhagslegu samþykki skólastjóra.

 • Starfsdagur

 • Umsjónarkennarar undirbúa skólaslit.

 • Útskrift 10. bekkinga

  • Útskrift að kvöldi til í Þjórsárveri.

 • Skólaslit

 • Foreldrar/forráðamenn mæta ásamt nemendum sínum á skólaslit. Ekki er kennt á þessum degi. Nemendur koma með foreldrum sínum og fara með foreldrum sínum

 • Starfsdagar kennara

 • Frágangur og tiltekt.

 • Mat á skólaárinu.