VELUNNARAR

Kvenfélög sveitafélagsins gefa gjafabréf

Í sveitarfélaginu eru starfandi þrjú öflug kvenfélög þ.e kvenfélag Gaulverjabæjarhrepps, kvenfélag Hraungerðishrepps og kvenfélag Villingaholtshrepps. Kvenfélögin styrkja skólann reglulega og við skólalok 2016 afhentu kvenfélögin skólanum gjafabréf sem hljóðaði upp á 4 pakka af Numicon stærðfræðikubbum, 3 kassa af Kapla kubbum, Cat kassa, 4 pakka af Bananagram spilum, 2 stk. af Krakkasprengjuspili og útileikföng.  Heildarverðmæti gjafabréfsins var 190.000 krónur. Við erum afar þakklát og koma gjafirnar sér einstaklega vel í skólastarfinu. 

Húsgögn frá Símanum 

Skólaárið 2015 - 2016 fékk skólinn að gjöf notuð húsgögn frá Símanum. Skólinn þakkar Símanum stuðninginn. 

Gjöf frá kvenfélögunum árið 2010 

Kvenfélag Gaulverjabæjarhrepps, kvenfélag Hraungerðishrepps og kvenfélag Villingaholtshrepps færðu skólanum gjöf er nýtt húsnæði var tekið í notkun, við skólasetningu þann 26. ágúst 2010. Gjöfin innihélt hrærivél, fimm saumavélar og brennsluofn fyrir leir og gler að andvirði 1.100.000 krónur. 

Það var einlæg ósk gefenda að gjöfin kæmi að góðum notum fyrir alla nemendur skólans og myndi örva sköpunarkraft og efla hug og hönd til góðra verka. Skólinn þakkar kærlega fyrir stuðninginn. 

FREKARI UPPLÝSINGAR:


Gunnlaug Hartmannsdóttir

skólastjóri

 

Villingaholt 

801 Selfoss

sími: 486-3460

netfang: floaskoli@floaskoli.is

veffang: www.floaskoli.is