UM FLÓASKÓLA Í FLÓAHREPPI

Skólastarfið á að snúast um að koma nemendum til aukins þroska í öruggu og hvetjandi umhverfi.  Allir nemendur eiga að geta nýtt skólaumhverfið til að afla sér þekkingar og færni.  Öllum nemendum á að líða vel í skólanum og þeir eiga að hafa tækifæri til að auka samstarfshæfni sína og víðsýni.  Þannig geta þeir á farsælan hátt tekist á við lífið í síbreytilegu samfélagi nútímans og lagt sitt af mörkum til að bæta það.  Skólinn þarf einnig, sem hjarta samfélagsins, að þjóna íbúum þess með því að leggja sitt af mörkum í alls kyns viðburðum tengdum listum, íþróttum og menningu.  Skólinn þarf að eiga gott samstarf við íbúana og ýta undir framþróun í samfélaginu.

Flóaskóli er svo öflugur og fýsilegur að það er trú okkar að skólinn sé aðdráttarafl sveitarfélagsins og hann er stolt þeirra sem að honum koma og hann er stolt Flóahrepps. 

 

​​

Skólastefna Flóahrepps

Á skólaárinu 2012-2013 var unnið að skóla- og æskulýðsstefnu fyrir Flóahrepp. Með víðtækri þátttöku starfsfólks Krakkaborgar og Flóaskóla og íbúa Flóahrepps. Skólastefnan var samþykkt á sveitarstjórnarfundi 5. júní 2013.