STOÐÞJÓNUSTA

Skóli fyrir alla - nemendamiðað nám 

Á grunnskólastigi eiga allir nemendur rétt á að stunda skyldunám í almennum skólum án aðgreiningar sem öll börn eiga rétt á að sækja. Með skóla án aðgreiningar er átt við skóla í heimabyggð eða nærumhverfi nemenda þar sem komið er á móts við námslegar og félagslegar þarfir hvers og eins.

 

Nemendur með sérþarfir skulu fá sérstakan stuðning í skólasstarfi í samrami við sérþarfir þeirra eins og þær eru metnar.

 

Nemendur með sérþarfir eru þeir nemendur sem eiga erfitt með nám sökum sértækra námsörðuleika, tilfinningalegra eða félagslegra erfiðleika og/eða fötlunar, nemendur með leshömlun, langveikir nemendur, nemendur með þroskaröksun, geðraskanir og aðrir nemendur með heilsutengdar sérþarfir. Bráðgerir nemendur og nemendur sem búa yfir sérhæfileikum eiga fá tækifæri til að þroska sérhæfileika sýna (Aðalnámskrá grunnskóla, 2011)

Nemendavernd
Skimanir og próf
Hvað er teymi?
Hvað er einstaklingsnámskrá?

Skólahjúkrunarfræðingur

 

Skólaheilsugæslu er sinnt af skólahjúkrunarfræðingi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands sem kemur í heimsóknir í skólann. Þegar á þarf að halda, utan reglubundinna heimsókna, er hægt að kalla hjúkrunarfræðing í skólann. Læknar frá Heilsugæslustöð Selfoss sinna hlutverki skólalækna. Meginmarkmið skólaheilsugæslu er að stuðla að því að börn fái að vaxa, þroskast og stunda nám sitt við bestu andlegu, líkamlegu og félagslegu skilyrði sem völ er á. Skólahjúkrunarfræðingur kemur í Flóaskóla mánaðarlega og sinnir fræðslu í bekkjum, sér um skólaskoðun auk þess að vera til taks ef nemendur kjósa.

KYNNING FYRIR FORELDRA UM HEILSUVERND SKÓLABARNA

 Flóaskóli hefur aðgang að Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings, m.a. þjónustu sálfræðings og kennsluráðgjafa. Einnig veitir þjónustan aðra aðstoð eftir þörfum.

 

Unnið er eftir eftirfarandi verkferli í samskiptum við Skóla- og velferðarþjónustu:

 

1. Grunur vaknar hjá starfsfólki skólans. Ef annar aðili en umsjónarkennari skal láta hann vita.

2. Umsjónarkennari leggur málið fyrir stoðþjónustufund þar sem ákveðin eru næstu skref.

3. Rætt við foreldra, fá þeirra álit. Ef ástæða þykir til er leitað eftir samþykki foreldra á aðkomu sérfræðinga á vegum Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings eða annarra aðila sem málið varðar.

4. Fylla út beiðni (hægt er að nálgast eyðublaðið á heimasíðu skólans undir eyðublöð og ljósrita úr starfsmannahandbók skólans. Einnig er hægt að nálgast eyðublaðið í möppu í ljósritunarherbergi merkt „eyðublöð til ljósritunar“). Það þarf að fá samþykki og undirskrift frá foreldrum. Muna að ljósrita eintak af beiðninni. Beiðninni er komið til verkefnastjóra í stoðþjónustu. 

5. Verkefnastjóri í stoðþjónustu sér um að upplýsa skólastjórnendur og síðan nemendaverndarráð um beiðnina.

6. Sérfræðingur hefur samband við verkefnastjóra í stoðþjónustu um hentugan tíma til þess að gera athugun. Verkefnastjóri og umsjónakennari finna hentugan tíma í sameiningu. 

7. Þegar niðurstöður liggja fyrir hjá viðkomandi sérfræðingi hefur hann samband við verkefnastjóra í stoðþjónustu sem sér um að boða skilafund.

8. Verkefnastjóri stoðþjónustu sér um að upplýsa nemendaverndarráð um niðurstöður. Umsjónarkennari og teymisstjóri viðkomandi barns sjá um að útbúa einstaklingsnámsskrá eða einstaklings áætlanir fyrir barn ef með þarf.

Verkferlar í stoðþjónustu 

Frekari upplýsingar um stoðþjónustu er hægt að nálgast: 

Í Flóaskóla

alla daga frá 8:00 - 16:00

486-3460

floaskoli@floaskoli.is

Óskar þú eftir aðstoð stoðþjónustu? Hafðu þá samband hér og við höfum samband. 

Stoðþjónusta skólans hefur meðtekið skilaboðin