
UM FLÓASKÓLA Í FLÓAHREPPI
Flóaskóli
HUGUR - HJARTA - HÖND
Í Flóaskóla er lögð áhersla á að skapa nemendum öruggt og hvetjandi námsumhverfi þar sem nemendum líður vel og þeir hafa tækifæri til að efla samstarfshæfni sína og víðsýni. Allir nemendur eiga að geta nýtt skólaumhverfið til að afla sér þekkingar og færni til að geta á farsælan hátt tekist á við lífið í síbreytilegu samfélagi nútímans og lagt sitt af mörkum til að bæta það. Skólinn þarf einnig, sem hjarta samfélagsins, að þjóna íbúum þess með því að leggja sitt af mörkum í alls kyns viðburðum tengdum listum, íþróttum og menningu. Skólinn þarf að eiga gott samstarf við íbúana og ýta undir framþróun í samfélaginu.
Saga skólans

Flóaskóli tók til starfa haustið 2004 við sameiningu þriggja grunnskóla í þremur sveitarfélögum: Gaulverjaskóla í Gaulverjabæjarhreppi, Villingaholtsskóla í Villingaholtshreppi og Þingborgarskóla í Hraungerðishreppi.