SJÁLFSMAT SKÓLANS 

Hvernig gengur okkur?

Sjálfsmat er liður í að skoða og meta stöðu skólans með það að marki að hlúa að því sem vel er gert og gera betur það sem verr gengur. Skólinn notar Skólapúlsinn til að meta stöðu skólans í hinum ýmsu þáttum.

Út frá sjálfsmati skólans eru unnar úrbótaáætlanir, þær áætlanir eru svo skoðaðar í lok tímabils og metinn er árangur af úrbótum og þær niðurstöður notaðar í áframhaldandi úrbótaáætlanir. 

Hægt er að nálgast hér
 
Helstu niðurstöður eftir skólaárið 2015 - 2016

 

Þegar litið er á helstu niðurstöður sjálfsmatsskýrslu skólaársins 2015-2016 má sjá að nám og kennsla gengur vel og er einstaklingsmiðuð. Teymiskennsla reynist vel og styður við gott skólastarf. Líðan nemenda er almennt góð enda unnið markvisst að þeim þætti. Eineltisáætlun skólans er virk og unnið er eftir Uppeldisstefnunni og er ástæða til að trúa því að vinna okkar eftir þessum stefnum spili stóran þátt í vellíðan nemenda í Flóaskóla. Virkni foreldra í námi barna sinna er þáttur sem við þurfum að skoða betur, sem og upplýsingastreymi á milli heimila og skóla. Starfsánægja og líðan starfsmanna í Flóaskóla er misjöfn; margir starfsmenn eru ánægðir og líður vel á meðan aðrir eru óánægðir í starfi og líður ekki vel. Nú þegar er komin af stað vinna í þeim þáttum þar sem úrbóta er þörf og mun sú vinna halda áfram á komandi skólaári.