top of page

Viðtöl

30. október nk. er skertur dagur í Flóaskóla og verður nemendum ekið heim kl. 12:00. Þann 31. október nk. verða svo viðtöl. Þann dag er ekki kennsla heldur mæta nemendur ásamt foreldrum/forráðamönnum og fara yfir námsframvindu, lesferil og líðan. Viðtölin eru að venju 15 mínútur og biðjum við ykkur að hjálpa okkur að halda þann tíma, að mæta tímanlega og vera ekki of lengi. Ef tíminn dugar ekki má alltaf bóka nýjan fund síðar. Nú bóka foreldrar/forráðamenn sjálfir viðtöl fyrir sín börn á mentor. Opið verður fyrir bókanir í viðtöl frá þriðjudeginum 24. október til mánudagsins 30. október. Smellið á tengilinn til að fá leiðbeiningar um hvernig á að bóka.

12. Bóka viðtal Fyrir aðstandendur sem ætla að bóka viðtal hjá kennara. www.youtube.com

Ef þið lendið í vandræðum við að bóka tíma eða tímarnir sem eftir eru henta ekki, bendum við ykkur á að hafa samband og við leysum úr því.

Ef foreldrar vilja hitta á aðra kennara eða skólastjórnendur þennan dag er þeim bent á að hafa samband í tölvupósti og bóka tíma hjá viðkomandi.


Comentarios


bottom of page