Miðvikudaginn 3. maí tekur lið Flóaskóla þátt í Skólahreysti.
Keppnin verður sýnd í beinni á RÚV kl. 14:00.
Við viljum gera öllum nemendum sem áhuga hafa mögulegt að horfa á útsendinguna og munum því hætta kennslu kl. 13:00 og leggja skólabílar þá af stað í heimakstur.
Keppendur að þessu sinni eru þau Ásrún Júlía Hansdóttir í armbeygjum og hreystigreip, Helgi Reynisson í dýfum og upphífingum og David Örn Aitken og Svandís Aitken Sævarsbörn í hraðaþraut. Varamenn eru Benóný Ágústsson, Kamilla Hafdís Ketel og Karólína Þórbergsdóttir. Þjálfari er Örvar Hlíðdal.
Með von um að allir njóti þess að fylgjast með nemendum okkar keppa í Skólahreysti.

Comments