top of page

Stóra upplestrarkeppnin

Stóra upplestrarkeppni 7. bekkjar í Flóaskóla fór fram þann 7. apríl síðastliðinn í Þjórsárveri. Nemendur lásu texta og ljóð, spilað var á hljóðfæri og bornar voru fram veitingar á eftir. Foreldrar voru boðnir velkomnir og einnig nemendur 5. og 6. bekkjar. Þrír nemendur voru valdir til að taka þátt í lokakeppni, en þar munu nemendur frá Flóaskóla, Flúðaskóla og Þjórsárskóla taka þátt. Fulltrúar Flóaskóla eru þær Magnea Bragadóttir, Karólína Þórbergsdóttir, Hugrún Svala Guðjónsdóttir og Tumi Þór Svansson til vara.

Lokakeppnin fer fram á morgun 26. apríl í Þjórsárveri. Keppnin hefst kl. 14.00 og er áhugafólk um upplestur hjartanlega velkomið.


Comments


bottom of page