top of page

Skólaslit Flóaskóla

Updated: Oct 2, 2023

Skólaslit nemenda í 1.-9. bekk Flóaskóla verða haldin í Þjórsárveri föstudaginn 2. júní n.k. kl. 10:00. Eftir skólaslit kl. 10:10 fara nemendur ásamt forráðamönnum yfir í Flóaskóla þar sem þeir hitta umsjónarkennara sína í bekkjarstofum. Þar fá þeir afhentan vitnisburð sem og önnur verkefni sem unnin hafa verið yfir skólaárið. Forráðamenn eru jafnframt beðnir um að skoða óskilamuni sem munu liggja frammi í anddyri skólans. Að þessu loknu býður foreldrafélagið upp á ís. Útskrift 10. bekkjar fer fram sama dag kl. 16:00 í Þjórsárveri.


Comments


bottom of page