top of page

Skólasetning Flóaskóla

Skólasetning Flóaskóla verður föstudaginn 23. ágúst næstkomandi í Þjórsárveri kl 10:00, gert er ráð fyrir að allir nemendur mæti með sínum forráðamönnum.

Að loknu stuttu ávarpi skólastjóra fylgja nemendur umsjónarkennurum í heimastofu. Kennarar kynna skipulag skólastarfs komandi vetrar, fyrirkomulag náms og aðra mikilvæga þætti í skólastarfinu.

 

Skólahald hefst síðan samkvæmt stundaskrá mánudaginn 26. ágúst. Kennsla hefst kl 8:20 og er það 10 mínútna seinkun frá síðasta vetri. Kennslu lýkur samt kl 14:00 hjá öllum nemendum.

 

Líkt og undanfarin ár er lengd viðvera eftir skóla – frístund - í boði fyrir nemendur í 1. - 4. bekk, skráningu í hana fyrir komandi skólaár þarf að vera lokið fyrir 19. ágúst. Sumarfrístund verður opin frá og með 19. ágúst, fyrir 1. og 2. bekk,  mánudag til fimmtudags frá kl. 8:00 til 16:30 og frá kl. 8:00 til 16:00 á föstudag, fram að skólasetningu. Senda þarf sér skráningu vegna þessara daga.

 



Comments


bottom of page