top of page

Skólahreysti-úrslit

Eins og eflaust öllum er kunnugt unnu nemendur Flóaskóla sinn riðil í Skólahreysti þetta árið og keppa því til úrslita í lokakeppninni sem fram fer laugardaginn 20. maí í Laugardalshöll.

Húsið opnar klukkan 18:45 og keppnin sjálf hefst kl. 19:45, nemendur í 1.-6. bekk eru velkomnir að mæta á staðinn í fylgd forráðamanna.

Stuðningsmannalið eldri nemenda skólans mun hittast og hita upp fyrir keppnina kl. 17:00 í Þjórsárveri, nemendur í 1.-6. bekk eru einnig velkomnir þangað í fylgd forráðamanna.

Þeir sem ekki komast á staðinn geta horft í beinni á RÚV kl. 19:45.

Áfram Flóaskóli!


Comments


bottom of page