Í síðustu viku bauð List fyrir alla nemendum í 1. - 2 . bekk uppá sýninguna Manndýr. Sýningin er þáttökusýning um hlutverk mannsins út frá sjónarhorni barna. Í sýningunni er samband barna og fullorðinna skoðað og spurningunni um hlutverk þeirra á jörðinni velt upp. Sýningin er á mörkum þess að vera leikverk, innsetning og listasmiðja. Í Manndýr er gestum boðið inn í heim þar sem hægt er að upplifa með eyrum, augum og höndum, sjálf eða í samvinnu. Sýningin vakti mikla lukku og skemmtu nemendur sér vel.
top of page
bottom of page
Commentaires