Nokkur hópur nemenda ásamt Eyjólfi Eyjólfssyni hefur tekið þátt í langspilsverkefni með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Listasafni Íslands. Allir nemendur í 5.-10. bekk áttu þess kost að taka þátt í verkefninu, ríflega 20 nemendur eru í langspilssveitinni. Dagana 12.-14. febrúar var fyrri lota þessa samstarfs í Hörpu. Tónleikarnir nefnast Fljúgðu, fljúgðu klæði.
Samkvæmt Eyjólfi þá gerði langspilsleikur hópsins með Sinfóníunni í Hörpu mikla lukku, bæði meðal áhorfenda og hljómsveitarmeðlima. Krakkarnir stóðu sig með mikilli prýði og voru sveitinni til mikils sóma.
Comments