top of page

Landnemar Íslands

Nemendur í 2. – 4. bekk unnu í vetur verkefni um landnema Íslands. Nemendunum var skipt upp í blandaða hópa og fékk hver hópur úthlutað einum landsnámsmanni- eða konu. Hver hópur vann svo fjölbreytt verkefni um sinn landnema.

Verkefnin voru t.d. að búa til stórt kort af Íslandi og merkja inn á það hvar land var numið og af hverjum, að kynna sér siglingaleiðir og búa til skipin sem landnemarnir komu á, hanna og búa til skjöld í þrívíðu formi með einkennistákni hvers landnema, skoða hvernig Ísland varð til og hvaða dýr og plöntur námu fyrst hér land og ýmislegt fleira.

Í lok verkefnisins hélt hver hópur stutta kynningu um sinn landnámsmann/-konu fyrir samnemendur sína. Einnig var haldin spurningakeppni um efnið með ýmsum spurningum sem nemendur höfðu sjálfir samið.
Comments


bottom of page