top of page

Kæru foreldrar /forráðamenn barna í Flóaskóla

Allt skólahald fellur niður í Flóaskóla á morgun fimmtudag vegna rauðrar veðurviðvörunar.

Eins og fram hefur komið í fréttum af veðri fyrir morgundaginn 6. febrúar þá er spáin á þessa leið;

Sunnan og suðvestan 28-33 m/s og hviður staðbundið yfir 45 m/s. Talsverð rigning á köflum. Foktjón mjög líklegt og það getur verið hættulegt að vera á ferð utandyra. Vatnavextir líklegir og raskanir á samgöngum líklegar. Ekkert ferðaveður.


Áfram biðjum við ykkur að fylgjast með póstum og sms sendingum frá skólanum.


Bestu kveðjur

Þórunn Jónasdóttir

skólastjóri Flóaskóla



Comments


bottom of page