Nýverið fékk Flóaskóli afhentan Grænfána í annað sinn. Grænfáninn var afhentur við formlega athöfn þar sem fulltrúi frá Landvernd færði skólanum nýjan fána fyrir umhverfisvinnu árið 2022-2024. Nýskipuð umhverfisnefnd skólans tók við fánanum við fögnuð nemenda skólans. Veðrið skartaði sínu fegursta þegar nýi fáninn var dreginn að húni.
Skólinn fékk Grænfánann fyrst árið 2021 en hafði þá unnið markvisst að innleiðingu frá haustinu 2018. Grænfáni er verkefni á vegum Landverndar og er tákn alþjóðlegrar umhverfisvottunar fyrir menntastofnanir. Markmið verkefnisins er að auka umhverfismennt, menntun til sjálfbærni og að styrkja umhverfisstefnur í skólum. Fyrstu þemu sem skólinn vann að voru orka og neysla og hringrásarkerfið.
Á nýliðnu tímabili var unnið með átthaga og landslag ásamt lýðheilsu
Comments