top of page

Flóaskólaáskorun í stærðfræði

Þann 14.mars síðastliðinn var alþjólegur dagur stærðfræðinnar. Í tilefni dagsins var Flóaskólaáskorun í stærðfræði hleypt af stokkunum í 1.-6.bekk. Flóaskólaáskorun samanstendur af fimm stærðfræðiþrautum sem nemendur takast á við. Lausnum þarf að skila inn í síðasta lagi á fimmtudag. Veitt verða tvenn verðlaun, annars vegar er dregið úr innsendum seðlum en einnig verða verðlaun fyrir réttasta svarseðilinn. Nemendur hafa tekið þessari áskorun afar vel, margir hafa lagt sig fram og sýnt mikla þrautseigju við að finna lausnir á þrautunum.


Comments


bottom of page