Flóamótið
- Sep 14, 2022
- 1 min read
Updated: Dec 5, 2022
Flóamótið var haldið sl. föstudag á íþróttavellinum við Flóaskóla í fínasta veðri. Metþátttaka var á mótinu, en um 70 krakkar tóku þátt og spreyttu sig í nokkrum greinum frjálsíþrótta.
Þónokkuð af foreldrum mættu á mótið og aðstoðuðu við framkvæmdina, og einnig voru starfsmenn og nemendur í Flóaskóla sem unnu á mótinu. Í lokin fengu allir íspinna sem var í boði Kjörís.

Comments