top of page

Fjölskyldudagur í Flóaskóla

Updated: Jun 3

Á morgun, miðvikudaginn 22. maí verður fjölskyldudagur í Flóaskóla sem helgaður verður hreyfingu og útivist. Vonandi verða veðurguðirnir okkur hliðhollir en annars er það bara að klæða sig eftir veðri og vindum.

Formleg dagskrá hefst kl. 10:00 og lýkur kl. 13:00 og eru fjölskyldur nemenda velkomnar í heimsókn til okkar hvenær sem er á því tímabili til að taka þátt í deginum með okkur.

Allir sem vilja og geta, nemendur, foreldrar og starfsmenn, mega koma á hesti í skólann. Girðing er í Villingaholti fyrir hestana. Aðrir nemendur koma með skólabílum á hefðbundnum tíma. Fyrir þá sem verða á hestum er gott að vita að stefnt er að því að safnast saman í Lyngholti og koma í hópreið síðasta spölinn. Gert er ráð fyrir að ríða af stað þaðan kl 8:45. Þeir sem vilja vera með í þeim hópi koma sér sjálfir, með sína hesta, þangað fyrir þann tíma. En svo má auðvitað líka ríða beint að heiman upp í skóla ef það hentar betur. Miðað er við að allir séu komir í skólann í síðasta lagi 9:40.

Eftir að formlegri dagskrá lýkur kl. 13:00 geta þeir sem eru á hestum farið að tygja sig af stað heim. Skólabílar aka svo heim á hefðbundnum tíma kl. 14:00.

9. bekkur verður með kaffi og vöfflur til sölu, fyrsta verkefni í fjáröflun þeirra fyrir útskriftarferð.


Comments


bottom of page