Næstu daga eða 20. - 24. febrúar verða Fjölskyldudagar í Flóaskóla. Að venju verðum við með fjölbreytta dagskrá næstu daga og bjóðum við fjölskyldur nemenda velkomnar í heimsókn til okkar.
Meðfylgjandi er dagskrá vikunnar.
Við vekjum athygli á að fimmtudaginn 23. febrúar verður opið hús hjá okkur. Þann dag verða nemendur í 10. bekk með kaffihús þar sem seldar verða vöfflur með kaffinu. Ágóðinn af veitingasölunni rennur í ferðasjóð 10. bekkjar. Við vonumst til að fá sem flesta í heimsókn, mömmu, pabba, systkini, ömmur, afa og aðra áhugasama.
Comments