Miðvikudaginn 10. maí fór 10. bekkur í skólaferð í Hellisheiðarvirkjun og Raufarhólshelli. Hellisheiðarvirkjun er ein stærsta vatnshitavirkjun á Íslandi. Þar fengu nemendur fyrirlestur um háhitasvæði á Íslandi, hvernig framleiðsla á hita og rafmagni fer fram við virkjunina á sem sjálfbærastan hátt og hvernig þeir umbreyta affallsvatni og koltvísýringi í grjót.
Raufarhólshellir er einn lengsti hraunhellir á Íslandi. Nemendur fengu leiðsögn um fyrstu 400 metra hellisins, fræðslu um hvernig hellirinn varð til, bergtegundir og bakteríur sem lifa í hellinum, hvernig hljóð berst um hellinn og að lokum fengu þau að upplifa almyrkur. Flóaskóli er fyrsti grunnskólinn á Íslandi til að nýta sér þessa fjarkennslu. Nemendur voru Flóaskóla til fyrirmyndar og ferðin var mjög vel heppnuð.
Comments