Farsældarþing verður haldið mánudaginn 4. september frá kl. 8.30-16:00 á Hilton Reykjavík Nordica. Á farsældarþingi eiga fagfólk, þjónustuveitendur, stjórnvöld, börn og aðstandendur víðtækt samtal um farsæld barna og er þingið mikilvægur liður í stefnumótun og áætlanagerð þegar kemur að innleiðingu laga um farsæld barna. Mögulegt verður að fylgjast með þinginu í streymi og þátttakendur sem ekki geta mætt á staðinn geta einnig skráð sig til þátttöku í hópvinnu á netinu. Nánari dagskrá verður kynnt síðar. Aðgangur er ókeypis en nauðsynlegt er að skrá sig.
Það má endilega deila þessum pósti sem víðast og hvetja fólk til að skrá sig sem fyrst. Tengill á skráningu má sjá hér fyrir neðan en einnig má finna tengil hér inni á þessari frétt; https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2023/06/27/Farsaeldarthing-2023/
Comments