Á Íslandi hafa lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna (nr. 86/2021) tekið gildi. Þessi lög varða öll börn og ungmenni á Íslandi frá 0 - 18 ára aldurs. Meginmarkmið laganna er að búa til umgjörð sem stuðlar að því að börn og foreldrar sem á þurfa að halda hafi aðgang að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana.
Strax við fæðingu barns, eða eftir atvikum á meðgöngu, eiga foreldrar og börn rétt á þjónustu tengiliðar eftir því sem þörf krefur. Hlutverk tengiliðar er fyrst og fremst að veita upplýsingar, aðstoða foreldra og barn og styðja við samþættingu þjónustu á fyrsta stigi í samræmi við óskir foreldra og/eða barns.
Tengiliður er einstaklingur í nærumhverfi barnsins. Hann skal vera aðgengilegur öllum börnum og foreldrum og hefur hann viðeigandi þekkingu til að vera innan handar og aðstoða við að sækja viðeigandi þjónustu við hæfi. Þannig geta foreldrar og börn leitað til eins aðila sem hefur hagsmuni barns að leiðarljósi í samstarfi og samráði við foreldra /forráðamenn og barn.
Hlutverk tengiliðar er að:
· Veita upplýsingar um þjónustu í þágu farsældar barns
· Vinna frummat á þörfum barns í samvinnu við foreldra/forráðamenn
· Skipuleggja og fylgja eftir samþættingu fyrsta stigs þjónustu í þágu farsældar barns
· Hafa samráð við málstjóra velferðarþjónustu ef talin er þörf á að færa vinnslu máls
· Taka þátt í starfi stuðningsteymis eftir því sem við á
Tengiliðir Flóaskóla eru:
Hallfríður Ósk Aðalsteinsdóttir fyrir 1. – 4. Bekk hallfridur@floaskoli.is
Sigurbára Rúnarsdóttir fyrir 5. – 7. Bekk sigurbara@floaskóli.is
Nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni Farsæld barna

Kommentare