top of page

Eftirréttakeppni grunnskóla

- Í samstarfi við Klúbb matreiðslumeistara og IÐAN fræðslusetur

Undanfarið hefur staðið yfir undirbúningur fyrir keppni þar sem nemendum í efstu bekkjum grunnskóla gefst tækifæri til að kynnast matreiðslufaginu nánar. Keppt er í gerð eftirrétta; liðakeppni þar sem gert er ráð fyrir fjórum þátttakendum frá hverjum skóla. Flóaskóli tekur þátt, en keppnin fer fram í húsi fagfélaganna Stórhöfða 31, miðvikudaginn 16. nóvember.

Opið hús verður á meðan keppninni stendur en lið Flóaskóla byrjar að keppa kl 12:30 og eiga að skila sínum réttum kl. 15:30.

Meginmarkmið keppninnar er að nemendur hafi bæði af henni gagn og gaman auk svolítillar starfsfræðslu.

Fulltrúar Flóaskóla í keppninni eru Þórunn Eva Ingvarsdóttir, Ásdís Eva Magnúsdóttir, Svandís Aitken Sævarsdóttir og Júlía Kolka Martinsdóttir.


Comments


bottom of page