top of page

Öskudagur, starfsdagur og viðtöl

Öskudagurinn 14. febrúar verður haldinn hátíðlegur líkt og undanfarin ár, óhefðbundin dagskrá er í skólanum þann dag, kötturinn sleginn úr tunnunni og annað öskudagsfjör í boði. Hádegismatur verður í fyrra fallinu og skóla lýkur kl 12:00.

Daginn eftir, fimmtudaginn 15. febrúar er starfsdagur í skólanum og engin kennsla, en frístund er opin frá 8:00-16:00.

Föstudaginn 16. febrúar eru svo nemenda- og foreldraviðtöl, þar sem nemendur kynna foreldrum sínum verkefni úr þemavinnunni Óskaveröldin mín sem hefur verið helsta viðfangsefni nemenda síðan 20. janúar. Opnað var fyrir skráningu í viðtöl mánudaginn 5. 2. Í einhverjum tilvikum bjóða kennarar upp á viðtöl eftir kennslu vikuna 12.- 15. febrúar.


Frístund er líka opin þennan dag frá 8:00-16:00.

Mikilvægt er að skrá börnin í frístundina þessa daga svo hægt sé að skipuleggja mönnun og matarundirbúning í samræmi við fjölda barna.

Mánudag 19. og þriðjudag 20. febrúar er svo vetrarleyfi í skólanum.

Comentarios


bottom of page