top of page

Árshátíð yngra stigs

Árshátíð yngra stigs var haldin í Þjórsárveri, fimmtudaginn 30. mars þar sem nemendur og kennarar í 1.-6. bekk settu á svið leikritið Bláa Hnöttinn efir Andra Snæ Magnason. Gaman er að segja frá því að höfundurinn mætti sjálfur á sýninguna og var mjög ánægður með frammistöðu nemenda á verkinu. Enda var mikið var lagt í sýninguna, hönnuð og smíðuð leikmynd, búningar útbúnir og saumaðir, æfingar á tónlist og dansi og síðast en ekki síst lögðu nemendur mikla vinnu í að æfa textana sína og setja sig inn í hlutverkin. Að sýningu lokinni var gestum boðið upp á kaffi, djús og léttar veitingar.


Comments


bottom of page