Árshátíð yngra stigs Flóaskóla verður haldin í Þjórsárveri, fimmtudaginn 30. mars n.k. kl 9:00.
Nemendur í 1. - 6. bekk hafa síðastliðin mánuð verið að æfa leikritið Blái Hnötturinn eftir Andra Snæ Magnason. Mikið er lagt í sýninguna, búið er að hanna og smíða leikmynd, sauma og græja búninga, æfa tónlist og dans og síðast en ekki síst hafa nemendur lagt mikið á sig við að æfa textana sína og hlutverk.
Að sýningu lokinni verður boðið upp á kaffi, djús og léttar veitingar.
Vonandi sjáumst við sem flest á glæsilegri árshátíð yngra stigs.
Bình luận