Samskiptavandi og einelti

Tilkynna grun um einelti 
Verkferil vegna gruns um eineltis
verkferill vegna staðfests eineltis 

Flóaskóli starfar samkvæmt Olweus - gegn einelti og andfélagslegu atferli.
Nemendum er beint á þá braut að taka eindregna afstöðu gegn einelti með markvissri umfjöllun um einelti, t.d. um eineltishringinn og afleiðingar eineltis. Þetta er m.a. gert með því að halda bekkjarfundi einu sinni í viku eða oftar. Hver bekkur setur sér bekkjarreglur sem höfða til ábyrgðar nemenda gagnvart eineltishegðun.
Aukið og gott upplýsingaflæði milli heimila og skóla er mjög mikilvægt því oft sýnir þolandi eineltis fyrstu merki um vanlíðan heima. Það er nauðsynlegt að umsjónarkennari eða skólastjórendur fái sem fyrst ábendingar um einelti. Hröð og rétt viðbrögð skipta öllu máli.    

 

Starfsfólk skólans hittist reglulega á umræðufundum til að finna bestu leiðirnar til þess að koma í veg fyrir einelti og stöðva það. Í því getur falist að vakta betur hættusvæði og koma ábendingum áleiðis milli þeirra sem brugðist geta við aðstæðum. Umfram allt er mikilvægt að skapa andrúmsloft þar sem einelti er alls ekki liðið. Hlýlegt og umhyggjusamt viðmót starfmanna, ásamt áherslu á góða framkomu nemenda, er það andrúmsloft sem dregur úr eineltismyndun samkvæmt kenningum Olweusar. 
 

Lögð er fyrir nafnlaus könnun í rafrænu formi á hverju hausti í 5.-10. bekk í samstarfi við framkvæmdastjóra Olweusaráætlunarinnar á Íslandi. Niðurstöður úr könnunni eru kynntar og brugðist við í samræmi við þær.

Hér að neðan má nálgast upplýsingar um einelti, tilkynningu um einelti, feril eineltismála og niðurstöður úr könnunum fyrri ára.

 

Skilgreining á einelti: 

Við tölum um einelti þegar einstaklingur verður aftur og aftur fyrir neikvæðu og óþægilegu áreiti eins eða fleiri og viðkomandi á erfitt með að verja sig. Sagt er að nemandi sé lagður í einelti þegar annar nemandi eða fleiri nemendur:

 

  • segja meiðandi og óþægileg orð við hann eða hana, gera grín að honum/henni eða nota ljót og meiðandi uppnefni.

  • virða hann/hana ekki viðlits eða útiloka hann/hana viljandi úr vinahópnum.

  • Slá, sparka, hárreyta, hrinda eða loka hann/hana inni.

  • Segja ósatt eða dreifa upplognum rógi um hann/hana eða senda kvikindislegar orðsendingar og reyna að fá aðra nemendur til að kunna illa við hann/hana.

  • Gera eitthvað annað sem er óþægilegt.

  
Vakni grunur hjá foreldrum um að barn þess verði fyrir einelti er þeim bent á að hafa umsvifalaust samband við skólann. Hér að neðan eru skjöl þar sem lesa má um ferli eineltismála í Flóaskóla ásamt blaði um tilkynningu á einelti​

Frekari upplýsingar um áætlun skólans gegn einelti er hægt að nálgast: 

Í Flóaskóla

alla daga frá 8:00 - 16:00

486-3460
floaskoli@floaskoli.is

Vilt þú koma áfram ábendingu varðandi einelti, eða þarft þú að tilkynna einelti?

Stoðþjónusta skólans hefur meðtekið skilaboðin