FORELDRAFÉLAGIР

Hið fullkomna foreldri er ófullkomið

Grein eftir Hermann Jónsson 

Foreldrafélög eru nú lögbundin skv. 9.gr. laga nr. 91/2008 ,,Við grunnskóla skal starfa foreldrafélag. Skólastjóri er ábyrgur fyrir stofnun þess og sér til þess að félagið fái aðstoð eftir þörfum. Hlutverk foreldrafélags er að styðja skólastarfið, stuðla að velferð nemenda og efla tengsl heimila og skóla. Foreldrafélag hvers skóla setur sér starfsreglur, m.a. með kosningu í stjórn félagsins og kosningu fulltrúa í skólaráð."

 

Lög foreldrafélags Flóaskóla má sjá HÉR


Nánari upplýsingar um starfsemi foreldrafélaga er að finna á www.heimiliogskoli.is. Þar er t.d. útgáfa samtakanna kynnt og viðmiðunarreglur varðandi kosningu í skólaráð. Einnig er hagnýtar upplýsingar að finna á www.nymenntastefna.is. 

Hlutverk foreldrafélaga:

 • sjá um starfsemi foreldrafélaga skv. grunnskólalögum nr. 91/2008: ,,Að styðja skólastarfið, stuðla að velferð nemenda og efla tengsl heimila og skóla."

 • hvetja til virkrar þátttöku foreldra í skólastarfinu

 • gagnkvæm upplýsingamiðlun heimila og skóla

 • útgáfa fréttabréfs um foreldrasamstarfið

 • þátttaka í skólafærninámskeiðum

 • hagsmunagæsla, aðhald og eftirlit með skólastarfinu

 • tengsl og samvinna við skólastjórnendur - aðild að skólaráðum

 • tengsl við fulltrúa í skólaráði og fræðslunefnd sveitarfélags

 • tengsl og umsjón með störfum bekkjarfulltrúa (fulltrúaráð foreldrafélagsins)

 • ábyrgð á skipulagningu, fræðslu og boðun funda í foreldrasamfélaginu

 • tengsl við nemendaráð og hagsmunagæsla vegna nemenda

 • tengsl við aðila utan skólans m.a. aðila í grenndarsamfélaginu og stjórnsýslunni

 • tengsl fulltrúa foreldrafélags við svæðaráð foreldra og landssamtök foreldra

 • tengsl við forvarnarnefnd sveitarfélags (ef við á)

 

Rannsóknir sýna að samskipti foreldra og skóla hafa jákvæð áhrif á skólastarf. Ávinningur samstarfs er meðal annars:

 • betri líðan barna í skólanum

 • aukinn áhugi og bættur námsárangur

 • aukið sjálfstraust nemenda

 • betri ástundun og minna brottfall

 • jákvæðara viðhorf foreldra og nemenda til skólans

 • aukinn samtakamáttur foreldra í uppeldishlutverkinu


Upplýsingar fengnar af vef Heimilis og skóla: www.heimiliogskoli.is 

Virkir foreldrar - betri grunnskóli.