STOÐÞJÓNUSTA

Skóli fyrir alla - einstaklingsmiðað nám 

Á grunnskólastigi eiga allir nemendur rétt á að stunda skyldunám í almennum skólum án aðgreiningar. Með skóla án aðgreiningar er átt við skóla í heimabyggð eða nærumhverfi nemenda þar sem komið er á móts við námslegar og félagslegar þarfir hvers og eins.

 

Nemendur með sérþarfir skulu fá sérstakan stuðning í skólasstarfi í samræmi við sérþarfir þeirra eins og þær eru metnar.

 

Nemendur með sérþarfir eru þeir nemendur sem eiga erfitt með nám sökum sértækra námsörðuleika, tilfinningalegra eða félagslegra erfiðleika og/eða fötlunar, nemendur með leshömlun, langveikir nemendur, nemendur með þroskaröksun, geðraskanir og aðrir nemendur með heilsutengdar sérþarfir. Bráðgerir nemendur og nemendur sem búa yfir sérhæfileikum eiga fá tækifæri til að þroska sérhæfileika sýna (Aðalnámskrá grunnskóla, 2011)

Sérkennsla og stuðningur

Í stoðþjónustu skólans starfa sérkennarar og þroskaþjálfar. Meginhlutverk þeirra er að veita nemendum sem eiga erfitt með nám sökum sérstakra námsörðugleika, tilfinninga- eða félagslegra örðugleika og/eða fötlunar sérstakan stuðning.  Í Flóaskóla er unnið samkvæmt ákvæðum aðalnámskrár um einstaklingsmiðað nám og þörfum hvers nemanda mætt eins og kostur er. 

Lögð er áhersla á snemmtæka íhlutun sem felst í því að greina sérþarfir nemenda sem fyrst og veita markvissa þjálfun. Á eldra stigi gefst nemendum kostur á sérstökum stuðningi í námsveri þó jafnan sé lögð áhersla á að nemendur fái aðstoð við nám sitt í sínum heimabekk.

 

Í stoðþjónustu starfa einnig stuðningsfulltrúar sem eru kennurum til aðstoðar við að sinna einum eða fleiri nemendum með sérþarfir. Starfið miðar fyrst og fremst að því að auka færni og sjálfstæði þessara nemenda, félagslega, námslega og í daglegum athöfnum.

Náms- og starfsráðgjöf

Flóaskóli deilir náms- og starfsráðgjafa með skólum í uppsveitum Árnesþings. Hlutverk námsráðgjafa er að standa vörð um velferð nemenda, styðja þá og liðsinna í ýmsum málum, bæði þau er varða námið og eins í persónulegum málum. Námsráðgjafi er trúnaðarmaður og málsvari nemenda. 

Námsráðgjafi leiðbeinir nemendum um vinnubrögð í námi. Hann veitir ráðgjöf um nám og störf að loknum grunnskóla og heldur utan um kynningar á framhaldsskólum. Námsráðgjafi veitir nemendum í 10. bekk einstaklingsmiðaða ráðgjöf varðandi val og umsókn á framhaldsskóla, ásamt því að gefa kost á því að nemendur taki áhugasviðskönnun.

Samskipti og félagsfærni (UTÁ)

Í Flóaskóla starfar verkefnastjóri sem sinnir forvarnastarfi sem stuðlar að vellíðan nemenda í skólanum,  vinnur markvisst að þjálfun nemenda í samskiptum og veitir þeim persónulega ráðgjöf um líðan og velferð í námi. Verkefnastjóri veitir nemendum og forráðamönnum ýmiss konar aðstoð og stuðning svo að nemendur nái sem mestum árangri í námi og starfi. Stuðningur hans beinist m.a. að því að auka þekkingu nemenda á sjálfum sér, tilfinningum sínum, viðhorfum og líðan. Áherlsa er lögð á að efla sjálfstraust nemenda og hæfni í samskiptum.

Skólahjúkrunarfræðingur

Skólaheilsugæslu er sinnt af skólahjúkrunarfræðingi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands sem kemur í heimsóknir í skólann. Þegar á þarf að halda, utan reglubundinna heimsókna, er hægt að kalla hjúkrunarfræðing í skólann. Læknar frá Heilsugæslustöð Selfoss sinna hlutverki skólalækna. Meginmarkmið skólaheilsugæslu er að stuðla að því að börn fái að vaxa, þroskast og stunda nám sitt við bestu andlegu, líkamlegu og félagslegu skilyrði sem völ er á. Skólahjúkrunarfræðingur kemur í Flóaskóla mánaðarlega og sinnir fræðslu í bekkjum, sér um skólaskoðun auk þess að vera til taks ef nemendur kjósa.

KYNNING FYRIR FORELDRA UM HEILSUVERND SKÓLABARNA

Frekari upplýsingar um stoðþjónustu er hægt að nálgast: 

Í Flóaskóla

alla daga frá 8:00 - 16:00

486-3460

floaskoli@floaskoli.is

Óskar þú eftir aðstoð stoðþjónustu? Hafðu þá samband hér og við höfum samband. 

Stoðþjónusta skólans hefur meðtekið skilaboðin